Morgunvaktin

Atvinnuástandið ræðst af bólusetningum

Fjallað var um atvinnuleysið í landinu en það hefur aldrei verið jafn mikið og nú. 21 þúsund eru án vinnu í byrjun árs og fimm þúsund á hlutabótaleið. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir framhaldið muni ráðast af ganginum í bólusetningum í heiminum. Verst er ástandið á Suðurnesjum þar sem næstum fjórðungur íbúa er án vinnu.

Útbreiðsla kórónuveirunnar í Bretlandi er svo segja stjórnlaus. Aðgerðir stjórnvalda, svo sem útgöngubann, hafa ekki virkað sem skildi. Sigrún Davíðsdóttir fór yfir gang mála í Lundúnaspjalli.

Kosið verður til þings í Ísrael í mars. Kosningarnar verða þær fjórðu í landinu á innan við tveimur árum. Vera Illugadóttir ræddi um stjórnmálaástandið í Ísrael, meint spillingarmál Netanyahus forsætisráðherra og bólusetningu við covid-19 en þegar hefur um fimmtungur ísraelsku þjóðarinnar verið bólusettur.

Tónlist:

Horse with no name - America,

A hundred dreams ago - Duke Ellington,

Braggablús - Andrea Gylfadóttir,

Krummi svaf í klettagjá - Tríó Björns Thoroddsen.

Birt

11. jan. 2021

Aðgengilegt til

11. apríl 2021
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.