Morgunvaktin

Kórónuveiran, Brexit og dýralífið á árinu 2020

Ár eru misjafnlega viðburðarík og allur gangur á hvort, og með hvaða hætti, ártöl rata í sögubækur. Árið 2020 fer á spjöld sögunnar, það er löngu ljóst, og kaflinn um þetta furðulega ár verður langur. Völdin voru tekin af okkur; það gerði kórónuveiran, og íslenskt samfélag, eins og heimurinn allur, þurfti beygja sig undir þann fjára. Til ræða um þetta ár og setja í samhengi við söguna kom á Morgunvaktina í dag Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði. Hann ræddi líka um sóttvarnarlagabrot Bjarna Benediktssonar og kosningaárið framundan.

Bretland og Evrópusambandið komust á síðustu stundu samkomulagi um útgöngu Breta úr sambandinu. Þetta gerðist á aðfangadag, og samningurinn tekur gildi strax á nýju ári. Hverju er tekið á í samkomulaginu - og hverju ekki? Sigrún Davíðsdóttir ræddi um Brexit, en líka um sífellt versnandi stöðu í Covid-19 málum.

Glitrandi snákur, feiminn hvalur og hávær hnubbi eru meðal nýrra dýrategunda sem vísindamenn uppgötvuðu á árinu 2020. Nokkrar dýrategundir dóu út á árinu, en einnig snéru einhverjar tegundir aftur frá dauðum. Við fórum yfir fréttir ársins úr dýraríkinu með Veru Illugadóttur.

Tónlist:

Heyr mína bæn - Elly Vilhjálms

Það er svo ótal margt - Elly Vilhjálms

Dreams - Fleetwood Mac

Birt

28. des. 2020

Aðgengilegt til

28. mars 2021
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir