Morgunvaktin

Um jól á Bessastöðum, í Andalúsíu og hjá Hjálpræðishernum

Morgunvaktin var í jólafötunum og forvitnaðist um daginn og jólin hér og þar.

Guðný Helga Björnsdóttir, bóndi á Bessastöðum við Hrútafjörð, var við mjaltir þegar slegið var á þráðinn til hennar. Hún sagði frá morgunverkunum á bænum og jólahaldinu fram undan.

Jón Sigurður Eyjólfsson rithöfundur býr í litlu þorpi í Andalúsíu á Spáni. Þar var níu stiga hiti í morgun. Jón spjallaði um spænskar jólahefðir og svolítið um gamla kónginn, Jóhann Karl, sem enn er í hálfgerðri útlegð. Hann heldur til á hóteli í Abu Dhabi og hefur gert síðan í ágúst eftir umræða um spillingu í konungstíð hans gerðist hávær í heimalandinu.

Þá kom Hjördís Kristinsdóttir, svæðisforingi Hjálpræðishersins, í heimsókn og sagði okkur frá jólum hjá Hernum. Von er á um 300 manns í mat í nýja hús Hjálpræðishersins, við Suðurlandsbraut, þar af 70 börnum. Allir nóg borða og gjafir líka, sagði Hjördís.

Tónlist:

Jólasnjór - Elly og Vilhjálmur,

Hin fyrstu jól - Sigríður Thorlacius,

Driving home for Cristmas - Chris Rea,

minnir svo ótal margt á jólin - Diddú og Björgvin,

Stillt vakir ljósið - Gísli Magna,

Er líða fer jólum - Raggi Bjarna.

Birt

24. des. 2020

Aðgengilegt til

24. mars 2021
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.