Jólin eru að koma og í hönd fara, án efa, skrítnustu jól sem við flest höfum haldið. Hefðir víkja vegna sóttvarna; aðeins fáir mega koma saman, jólaboð og -böll verða öðru vísi en áður - ef þau á annað borð verða - og kirkjurnar verða mannlausar klukkan sex á aðfangadag. Á því er þó sú undantekning að messa verður í Dómkirkjunni og henni útvarpað hér á Rás 1, ég held ég megi fullyrða að messunni klukkan sex í Dómkirkjunni hafi verið útvarpað í öll þau 90 ár sem Ríkisútvarpið hefur starfað. 1930 predikaði séra Bjarni Jónsson en nú, 2020 mun Elínborg Sturludóttir predika. Elínborg kom til okkar klukkan hálf átta og spjallaði um trú og trúarlíf á þessum einkennilegu tímum.
Já, jólin verða jólin skrítin, og óhefðbundin hjá mörgum. Mælst er til þess að fólk á hjúkrunar- og dvalarheimilum fari ekki í jólaboð, og ef það ákveður að fara út af heimilinu þarf að fara í sóttkví og sýnatöku áður en hægt er að snúa aftur. Heimsóknir á hjúkrunar- og dvalarheimili eru líka með öðrum hætti en venjulega. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarðar, sem rekur fjögur hjúkrunarheimili, var á línunni og sagði okkur frá jólaundirbúningnum þar.
Og svo var Arthúr Björgvin Bollason á sínum stað í Berlínarspjalli eftir morgunfréttir klukkan átta. Við sögu koma m.a. rauðvín, Carl Billich og jólin.
Tónlist: Have yourself a merry little Christmas - Ylja hljómsveit
Yfir fannhvíta jörð - Pálmi Gunnarsson
Driving home for Christmas - Chris Rea