Morgunvaktin

Ekki útlit fyrir hvít jól á Suðvesturhorninu

Árið 2020 heilsaði með miklum veðurhvelli. Það snjóaði mikið og vindar blésu af krafti. Við munum snjóflóðin á Flateyri og í Súgandafirði um miðjan janúar og mikið illviðri mánuði síðar. En hvernig viðraði á árinu í samanburði við fyrri ár? Hvenær var desember síðast svona snjóléttur? og hvernig verður veðrið um jólin? Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur kom á Morgunvaktina klukkan hálf átta og spjallar um veðrið vítt og breitt.

Um það bil ár er liðið frá því fyrstu tilfella covid 19 varð vart í Kína, og bólusetning við skaðvaldinum er hafin. Þessi hraði hefði þótt óhugsandi fyrir ekki svo löngu síðan. Þróun bóluefna gegn sjúkdómum hefur tekið miklum framförum á undanförnum áratugum og öldum. Fyrstu bólusetningarnar voru framkvæmdar með því maka líkamsvessum úr sjúklingum í opin sár heilbrigðs fólks, og gat þetta valdið alvarlegum aukaverkunum. Við fjölluðum um upphaf bólusetninga með Veru Illugadóttur.

Þegar Covid 19 kom upp og ljóst lítið yrði úr komu erlendra ferðamanna til landsins voru Mývetningar uggandi enda ferðaþjónusta burðarstoð í atvinnulífinu kringum vatnið fagra. Þeir lögðu þó ekki árar í bát heldur hugsuðu hvað annað væri hægt gera og tóku til dæmis til við mýsköpun - já, ekki nýsköpun heldur mýsköpun. Við heyrðum af því og ýmsu öðru úr Mývatnssveit þegar Óðinn Svan Óðinsson fréttamaður ræddi við Helga Héðinsson, oddvita Skútustaðahrepps.

Tónlist:

Christmas without you - Dolly Parton og Kenny Rogers

Selló sónata númer fjögur í C, ópus 102, númer 1 eftir Ludwig van Beethoven - Janos Starker og Gjörg Sébuk

Birt

16. des. 2020

Aðgengilegt til

16. mars 2021
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir