Morgunvaktin

Lögfesting samnings SÞ ekki á þingmálaskrá og engin svör fengist

Hallinn á rekstri ríkissjóðs verður óbreyttu 320 milljarðar króna á næsta ári. Fjárlaganefnd lagði til næstum 60 milljarða króna meiri útgjöld en ráð var fyrir gert í fjárlagafrumvarpinu. Hvað vegur þyngst? í hvað fara allir þessir peningar? Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hefur rýnt í breytingatillögurnar og forsendurnar.

Alþingi ætlaði sér lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fyrir síðastliðinn sunnudag, 13. desember. Það samþykktu þingmenn samhljóða í fyrra, en ekkert varð af þeim fyrirætlunum. Frumvarp um lögfestingu er ekki á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, hjá landssamtökunum Þroskahjálp, ræddi um réttindi fatlaðs fólks og stöðu þess í faraldrinum.

Á morgun, miðvikudag, verður Þýskalandi svo gott sem skellt í lás. Aðgerðir til stemma stigu við kórónuveirunni hafa hingað til ekki borið árangur - og raunar þvert á móti því smitum hefur fjölgað hratt undanförnu. Hingað og ekki lengra segir Merkel kanslari og Þjóðverjar verða gjöra svo vel halda sig heima næstu vikur. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá í Berlínarspjalli.

Tónlist:

River - Joni Mitchell

Birt

15. des. 2020

Aðgengilegt til

15. mars 2021
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir