Morgunvaktin

Virði hlutabréfa hækkað og gengið styrkist

Þótt hér kreppa og gríðarlegt atvinnuleysi hefur virði hlutabréfa í fyrirtækjum í Kauphöllinni hækkað um þrettán prósent á árinu. Í ársbyrjun voru fjármálamarkaðir svo segja í frjálsu falli en er staðan önnur. Muna hlustendur eftir fyrirbærinu: skuldsett yfirtaka? Svoleiðis er víst komið á dagskrá á ný. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, fór yfir ganginn á markaðstorginu. Hann ræddi líka um krónuna, en eftir hafa veikst talsvert fyrir nokkru er hún orðin hress og rúmlega það; gengið hefur styrkst mikið á síðustu dögum.

Umfangsmiklar aðgerðir til reyna hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Þýskalandi undanfarnar vikur hafa engan árangur borið, og ástandið veldur þungum áhyggjum. Útlit er fyrir í stað þess hægt verði slaka á hömlum um jól og áramót þurfi herða enn frekar á sóttvarnaraðgerðum, og útlit fyrir dauflegt jólahald í Þýskalandi þetta árið. Arthúr Björgvin Bollason sagði frá þessu og fleiru í Berlínarspjalli dagsins.

Út er komin bókin Víkingur á ferðalagi: Minningar Íslendings. Það er reyndar íslensk þýðing mín, hún heitir í raun og veru Viking Voyager: An Icelandic Memoir og er endurminningabók Sverris Sigurðssonar arkitekts sem fæddist og bjó í Reykjavík en lærði arkitektúr í Finnlandi og hefur síðan búið og starfað víða um heim. Sverrir er búsettur í Washington og talaði við okkur þaðan.

Tónlist:

Oh my love - John Lennon

Across the universe - Bítlarnir

(Just like) Starting over - John Lennon

Birt

8. des. 2020

Aðgengilegt til

8. mars 2021
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir