Morgunvaktin

Bjartsýni í þriðja geiranum þrátt fyrir erfiðleika

Ýmis félagasamtök sem starfa í almannaþágu hafa orðið fyrir þungum búsifjum á þessu ári. Ekkert Reykjavíkurmaraþon var haldið, það er erfiðleikum háð ganga í hús og selja happdrættismiða eða annað, og enga stóra viðburði hefur verið hægt halda um langt skeið. Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla, sem eru samtök félaga í þriðja geiranum svokallaða, kom á Morgunvaktina.

Heimsglugginn var á sínum stað eftir Morgunfréttirnar. þessu sinni ræddi Bogi Ágústsson um formannsskiptin í Siumut-flokknum á Grænlandi. Formaðurinn, Kim Kielsen var skoraður á hólm í formannskosningu og áskorandinn hafði betur. Við ræðum um nýjan fríverslunarsamning Kyrrahafs- og Asíuríkja, kínversk efnahagsmál og jólalagið góðkunna Fairytale of New York.

Og svo er það lífið í landinu. Hvernig er ástatt á Siglufirði þennan morguninn? Eru djúpir skaflar um allan bæ? Við slógum á þráðinn til Ingibjargar Guðlaugar Jónsdóttur, forseta bæjarstjórnar Fjallabyggðar, og röbbuðum um snjó og ófærð - og samgöngumál þeirra á Siglufirði og Ólafsfirði en leiðirnar út úr byggðalaginu lokast oft vegna veðurs.

Tónlist:

Blús í moll - Tríó Guðmundar Ingólfssonar

Fairytale of New York - Pogues

Birt

3. des. 2020

Aðgengilegt til

3. mars 2021
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Vera Illugadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir