Morgunútvarpið

17. nóv - Vivaldi, sorg, hælisleitendur o.fl.

Færst hefur í aukana fólk fái sér jóladagatöl af annarri gerð en þeirri sem bara geymir súkkulaði. hafa íslenskir smáframleiðendur matvæla um land allt tekið sig saman og búið til alíslenskt sælkera dagatal og við fengum Dóru Svavarsdóttur matreiðslumeistari til kíkja til okkar og segja okkur meira af þessu girnilega framtaki og íslensku matarhandverki.

Við höfum aðeins rædd breytingar á Twitter og flótta notenda þaðan og um daginn ræddum við Mastodon sem hugsanlegan arftaka Twitter, þar sem fólk tútar í stað þess tvíta. Í dag höldum við áfram og fræðumst um Vivaldi Social miðilinn sem er hluti af dreifhýsta samfélagsnetinu sem keyrt er af Mastodon og opnar dyrnar öruggum samskiptum á netinu. Guðmundur Már Gunnarsson frá Vivaldi kom til okkar og útskýrir betur.

Forsvarskonur Rótinnar, hafa áhyggjur af því ekki eigi rannsaka önnur meðferðarheimili þar sem börn hafa verið vistuð á vegum barnaverndarnefnda í ljósi dökkrar skýrslu um málefni meðferðarheimilisins Laugalands/Varpholts þar sem fjöldi ungra kvenna greindi frá því hafa orðið fyrir ofbeldi í meðferð sem var líka stýrt með stífum trúarboðskap. Kristín I. Pálsdóttir framkvæmdastjóri og talskona Rótarinnar kom til okkar.

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur skilað inn umsögn við nýtt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra þar sem það lýsir yfir áhyggjum af því nýjar reglur muni aðeins velta vandanum yfir á sveitarfélögin, auka heimilisleysi og hættuna á mansali. Við ræddum málið við Heiðu Björg Hilmisdóttur formann sambandsins.

Doktorsneminn María Jónasdóttir hefur undanfarin ár rannsakað áhrif styttingar framhaldsskólans á starf háskólanna og m.a. komist því í sumum greinum séu nemendurnir verr undirbúnir undir háskólanám en áður. Hún sagði okkur frá niðurstöðum sínum.

Það eru bókstaflega allir með flensu og við fengum sóttvarnarlækni, Guðrúnu Aspelund, til ræða þessa flensutíð við okkur, en einnig evrópska sýklalyfjadaginn sem er á morgun en vaxandi sýklalyfjaónæmi ógnar heilsu mannkyns um þessar mundir.

Í dag er alþjóðlegur dagur barna í sorg og af því tilefni er boðið upp á málþing í Vídalínskirkju kl. hálfeitt. Þar verður rætt um sorg barna og bjargráð í uppeldi barna í sorg t.d. Séra Matthildur Bjarnadóttir er ein þeirra sem þessu standa og hún kom til okkar og segir okkur nánar frá.

Tónlist:

Karl Orgeltríó - Bréfbátar.

Warmland - Want it now.

Dido - Warmland.

Krassasig - Hlýtt í hjartanu (ft. JóiPé).

John Grant - God's gonna cut you down.

Amy Winehouse - Love is a losing game.

Ed Sheeran - Celestial.

Frumflutt

17. nóv. 2022

Aðgengilegt til

15. feb. 2023
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Ingvar Þór Björnsson, Snærós Sindradóttir og Hulda G. Geirsdóttir.