Morgunútvarpið

16. nóv - Skýrslan, Úkraína og manntal

Í upphafi þáttar heyrðum við í Esther Hlíðar Jensson sem vinnur á Veðurstofunni meðal annars við rannsóknir á aurburði. Þar á hefur fólk fylgst vel með stöðu mála á Seyðisfirði þar sem mikið hefur rignt undanfarna daga og búist var við gríðarlegri rigningu í nótt með tilheyrandi áhyggjum af skriðuföllum.

Forseti Alþingis, Birgir Ármannsson, kom til okkar til ræða leka frá Alþingi á skýrslunni um Íslandsbanka.

Það var greint frá því í byrjun vikunnar VR, Landssamband íslenskra verzlunarmanna og Starfsgreinasambandið hafi vísað kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara þar sem fundað var í gær og í dag. Við ræddum við Vilhjálm Birgisson, formann Starfsgreinasambandsins, um stöðu viðræðna.

Við héldum áfram ræða skýrslu Ríkisendurskoðunnar um söluna á Íslandsbanka. þessu sinni kom Lilja Alfreðsdóttir menningar-viðskiptaráðherra.

Og korter yfir átta kom Friðrik Jónsson varnarmálasérfræðingur og formaður BHM til ræða þá stöðu sem komin er upp í Evrópu en tveimur var grandað í Póllandi þegar eldflaugum var skotið yfir landamæri landsins við Úkraínu.

Íbúar á Íslandi í upphafi síðasta árs voru næstum tíu þúsund færri en lögheimilisskráningar sögðu til um, samkvæmt upplýsingum úr nýju manntali Hagstofunnar. Ekki hafði verið fram­kvæmt mann­tal á Íslandi síðan árið 2011. Við ræddum áhrif þessara nýju upplýsinga á húsnæðismarkað og aðrar hagtölur við Ernu Björn Sverrisdóttur, aðalhagfræðing Arion banka.

Mikið hefur verið rætt um pólitíska ábyrgð og traust almennings í garð stjórnmálamanna í umræðum um skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka. Við ræddum ábyrgð, traust og siðfræðilegar spurningar sem hafa vaknað vegna málsins við Pál Rafnar Þorsteinsson, sem kennir stjórnmálaheimspeki við Háskóla Íslands og er verkefnastjóri Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands.

Frumflutt

16. nóv. 2022

Aðgengilegt til

14. feb. 2023
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Ingvar Þór Björnsson, Snærós Sindradóttir og Hulda G. Geirsdóttir.