Morgunútvarpið

30. nóv. - Dýralækningar, verslun, Gluggagægir, bólusetning, ballett

Úndína Ýr Þorgrímsdóttir dýralæknanemi vinnur þessa dagana rannsókn á magasári í hrossum. Slík rannsókn hefur ekki verið gerð áður á Íslandi og hefur vakið athygli. Úndína hefur verið kynna rannsóknina fyrir hestafólki og Hulda kíkti við á kynningu og fékk vita meira.

Jólaverslunin er byrjuð af fullum þunga en er flestum tilboðsdögum lokið þó margir eigi enn eftir klára, og jafnvel hefja, jólagjafainnkaupin. Rannsóknarsetur verslunarinnar spáir aukningu í innlendri jólaverslun en hún verði engan veginn nærri því stökki sem hún tók á síðasta ári. Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir, forstöðukona Rannsóknarsetursins, var gestur okkar.

Jólasveinarnir í Dimmuborgum hafa tekið á móti gestum í desember í áraraðir og það verður engin breyting á því í ár, en þeir ætla halda opnunarhátíð næstu helgi. Við heyrðum í Gluggagægi og forvitnuðumst um hvað jólasveinarnir eru bralla þegar líða fer jólum.

Í lok síðustu viku heimilaði Lyfjastofnun Evrópu notkun Pfizer bóluefnisins við bólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára. Talið er bólusetningar hér á landi fyrir aldurshópinn geti því hafist í næsta mánuði. Vart hefur orðið við meiri mótstöðu á samfélagsmiðlun gegn bólusetningum svo ungra barna, en áður sást við bólusetningar fullorðinna, og við fengum til okkar Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalækni, til ræða bólusetningar og réttmæti þeirra fyrir aldurshópinn.

Við bundum á okkur ballettskóna upp úr hálfníu þegar við fengum gesti úr dansheiminum. Margir eiga sínar jólahefðir, horfa á jólamyndir, fara á tónleika eða sjá hinn heimsþekkta ballett Hnotubrjótinn sem kemur með jólin til margra. Í kvöld verður sýning á þessum fræga ballett í Borgarleikhúsinu sem Dansgarðurinn stendur að. Við fengum þær Guðrúnu Óskarsdóttur skólastjóra Óskanda og Hrafnhildi Einarsdóttur, skólastjóra Klassíska Listdansskólans til segja okkur meira.

Sævar Helgi Bragason hjólaði svo til okkar undir lok þáttar og færði okkur fróðleik úr heimi vísindanna þar sem hann ræddi m.a. skordýraeitur og IGNobel verðlaunin.

Tónlist:

Tryggvi - Allra veðra von.

Bruce Springsteen - Ill see you in my dreams.

Karen Ósk og Friðrik Dór - Haustið.

Stjórnin - Hleypum gleðinni inn.

Ragnhildur Gísladóttir og Brunaliðið - Jóla- jólasveinn.

Svavar Knútur - November.

Sting - Rushing water.

Kacey Musgraves - High horse.

Birt

30. nóv. 2021

Aðgengilegt til

28. feb. 2022
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Ingvar Þór Björnsson, Snærós Sindradóttir og Hulda G. Geirsdóttir.