Morgunútvarpið

25. nóv - Fida Abu Libdeh, Kalkúnar, Grímsvötn, Rannsókn á HSS, Lúxus

Konur í atvinnurekstri á Suðurnesjum ætla snúa bökum saman á morgun og stofna fyrstu landsbyggðardeild Félags kvenna í atvinnulífinu, undir forystu Fidu Abu Libdeh, frumkvöðuls á svæðinu sem vakið hefur athygli fyrir nýsköpunarfyrirtæki sitt GeoSilica. Vonir standa til með stofnun félagsins blási þær lífi í atvinnulífið á svæðinu og efli konur sem vilji standa nýsköpun.

Það hefur færst í vöxt Íslendingar haldi upp á bandarísku þakkargjörðarhátíðina, sem haldin er hátíðleg vestanhafs í dag. Kalkúnn er víða á boðstólum og hjá Ísfugli eykst salan á þessum fugli í nóvember ár hvert. Til okkar kom Jón Magnús Jónsson, framkvæmdastjóra Ísfugls og bóndi á Reykjabúinu í Mosfellssveit.

Jarðfræðingar spá því hlaup hefjist úr Grímsvötnum í Vatnajökli á næstu tveimur sólarhringum en slíku hlaupi gæti fylgt eldgos með töluverðu öskufalli. Við fengum við til okkar Magnús Tuma Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, með nýjustu upplýsingar um stöðuna í Grímsvötnum.

Í gær var sagt frá því lögreglan á Suðurnesjum hefði til rannsóknar andlát sex sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem talið er hafa borið með saknæmum hætti. Þá eru til skoðunnar mál fimm annarra sjúklinga sem grunur leikur á hafi fengið lífslokameðferð á sjúkrahúsinu, af hendi sama læknis, án tilefnis. Það segja þetta mál hafi hafist þegar fjölskylda konu, sem lést á sjúkrahúsinu, kvartaði til Landlæknis yfir þeirri aðhlynningu sem konan hafði fengið. Dóttir konunnar, Eva Hauksdóttir lögmaður, kom til okkar og lýsti þeim vinnubrögðum sem blöstu við fjölskyldunni á meðan móðir þeirra dvaldi á sjúkrahúsinu.

Davíð Kjartan Gestsson, menningarblaðamaður, kíkti til okkar til ræða heim tölvuleikjanna, sem geta verið gefnir út þrátt fyrir vera illa unnir og jafnvel ókláraðir, hans sögn. Við ræddum einning um tölvuleik sem norskt leikjafyrirtæki vinnur sem er byggður á Múmín-bókunum.

Á dögunum var ein dýrasta íbúð Íslandssögunnar seld. Um er ræða fokhelda þakíbúð í Austurhöfn við hlið Hörpu sem keypt var á 480 milljónir, og er fermetraverðið því um 1,4 milljónir króna á fermetra. Við fengum til okkar Jón Rafn Valdimarsson fasteignasala hjá Mikluborg sem heldur utan um sölu íbúðunum og spyrja út í lúxusíbúðamarkaðinn á Íslandi.

Tónlist:

When you're around - Jón Jónsson

Love Again - Dua Lipa

There She Goes - The LA's

Sólblóm - Bríet

Ég á það skilið - Baggalútur

Peaches - Justin Bieber

Birt

25. nóv. 2021

Aðgengilegt til

23. feb. 2022
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Ingvar Þór Björnsson, Snærós Sindradóttir og Hulda G. Geirsdóttir.