Morgunútvarpið

24. nóv - Músagangur, klám, nöfn, hælisleitendur, loðna og Alþingi

Umsjón: Ingvar Þór Björnsson og Snærós Sindradóttir

Íslenska 18 ára kvennalandsliðið í handbolta var flutt á nýtt hótel í Serbíu í gær, eftir hafa kvartað undan músagangi. Við heyrðum í Guðríði Guðjónsdóttur, fararstjóra liðsins og handboltakempu.

Það ráku margir upp stór augu í vikunni þegar þeir lásu fréttir þess efnis til skoðunar væri taka upp rafræn skilríki til hefta aðgang ungmenna klámi á netinu. Við ræddum við Kolbrúnu Hrund Sigurgeirsdóttur, skólastjóra jafnréttisskólans, og Valdimar Óskarsson, netöryggissérfræðing.

Manna­nafna­nefnd samþykkti ný­verið fimmtán nöfn, þar á meðal karlmannsnafnið Ullr. Við heyrðum í Jónþór Halldórssyni sem skýrði son sinn Ullur.

Í október sóttu 124 manns um hæli hér á landi sem er mesti fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd síðan í ágúst 2017. Húsnæði Útlendingastofnunar er komið þolmörkum varðandi fjölda fólks sem þess þarfnast. Íris Kristinsdóttir, sviðsstjóri verndarsviðs Útlendingastofnunnar, var gestur okkar upp úr klukkan átta.

Loðna hefur enn ekki fundist sem heitið getur. Við heyrðum í Þorkeli Péturssyni, skipstjóra á Bjarna Ólafs, um veiðina og hvort menn um borð séu bjartsýnir.

Á morgun greiða Alþingismenn atkvæði um stöðuna sem kom upp varðandi talningu í Norðvesturkjördæmi í nýafstöðnum Alþingiskosningum. Til okkar í hljóðver komu Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar en þær eru á öndverðum meiði í þessu flókna máli.

Tónlist:

Sunny Road - Valdimar Guðmundsson

Magni & Ágústa Eva - Við gætum reynt

Bréfbátar - Karl orgel tríó

Hello - Adele

Röddin í klettunum - Gugusar

Birt

24. nóv. 2021

Aðgengilegt til

22. feb. 2022
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Ingvar Þór Björnsson, Snærós Sindradóttir og Hulda G. Geirsdóttir.