Morgunútvarpið

26. okt. - Matarsóun, loftslagsmál, kynjakvóti, menntun, tækni.

Í dag stendur Velferðarvaktin fyrir málþingi um mataraðstoð og matarsóun á Grand Hótel. Nýlega kynnti umhverfis- og auðlindaráðherra áætlun gegn matarsóun og verða nokkrar aðgerðir í henni m.a. kynntar á þinginu, þ.á.m. tvö áhugaverð mál er varða mataraðstoð, svokallaður matarbanki og matarvagn. Þau Rakel Garðarsdóttir hjá Vakandi og Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu, settust hjá okkur og sögðu okkur meira af þessu.

Við héldum áfram loftslagsumræðunni hér í Morgunútvarpinu enda styttist óðum í 26. loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst þann 31. október. Margir hópar hafa sent inn áskoranir til leiðtoga ríkjanna um bregðast við loftslagsvánni. Þeirra á meðal eru hinir ýmsu trúarleiðtogar. Til ræða þátt trúarbragðanna í loftslagsmálum fengum við til okkar Sigríði Guðmarsdóttir, lektor við guðfræði og trúarbragðadeild Háskóla Íslands.

Verzlunarskóli Íslands hefur formlega tekið upp kynjakvóta sem ætlað er sporna gegn því innritað hlutfall nemenda af einu kyni meira en 60 prósent. Við slógum á þráðinn til Guðrúnar Ingu Sívertssen skólastjóra Verzlunarskólans og fengum hana til útskýra málið fyrir okkur.

Hermundur Sigmundsson prófessor sem starfar bæði í Noregi og á Íslandi hefur oftar en einu sinni vakið athygli á stöðu drengja í menntakerfinu á Íslandi. Hann segir víða pott brotinn og þrátt fyrir mikið fjármagn til Menntamálastofnunar, aukna menntun kennara og ýmis konar átaksverkefni, staðan ekki góð. Læsi ábótavant, brottfall úr framhaldsskólum of mikið og skortur á góðu stöðumati. Við fengum Hermund til fara aðeins yfir stöðuna með okkur og veltum fyrir okkur hvað þarf gera til bæta úr?

Guðmundur Jóhannsson kom svo til okkar í sitt vikulega tæknispjall og ræddi sýndarveruleika og lykilorð.

Tónlist:

Bubbi Morthens - Háflóð.

Gugusar - Röddin í klettunum.

Eddie Vedder - Long way.

Dua Lipa - Love again.

Ásgeir Trausti - Öldurótið.

Mono Town - Because of you.

Kings of convenience - Rocky trail.

Birt

26. okt. 2021

Aðgengilegt til

24. jan. 2022
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Ingvar Þór Björnsson, Snærós Sindradóttir og Hulda G. Geirsdóttir.