• 00:21:45Kolefniseiningar
  • 00:38:36Offita og myndabanki fyrir fjölmiðla
  • 01:05:16Endurreisn tónlistarlífs
  • 01:25:12Íþróttir helgarinnar

Morgunútvarpið

25. okt - Kolefniseiningar, offita og myndabanki, aðgerðir og íþróttir

Umsjón: Rúnar Róbertsson og Gígja Hólmgeirsdóttir

Stjórn Votlendissjóðs vinnur því alþjóðlega vottun á kolefniseiningum sem verða til við endurheimt votlendis á vegum sjóðsins. Markmiðið er innan fárra missera geti Votlendissjóður boðið íslenskum fyrirtækjum og fyrirtækjum á alþjóðamarkaði vottaðar einingar sem nota til kolefnisjöfnunar eða til minnka kolefnisspor viðkomandi. En hvað þýðir þetta á mannamáli? Einar Bárðason framkvæmdastjóri Votlendissjóðs útskýrði málið fyrir okkur.

ECPO, evrópsk samtök sem berjast fyrir fólk sem lifir með offitu hefur tekið í gagnið myndabanka fyrir fjölmiðla og aðra sem vilja nýta sér efni frá þeim sem lifa með offitu í leik og starfi. Sólveig Sigurðardóttir er forseti ECPO, sem stendur fyrir European coalition for people living with Obesity, og athafnakona kom til okkar til kynna okkur þennan myndabanka og hvaða þýðingu hann hafi. Með henni kom Erla Gerður Sveinsdóttir, heimilislæknir og lýðheilsufræðingur sem hefur starfað við sérhæfða offitumeðferð í áratug. Hún sagði okkur frá fræðslunni sem er komin af stað innan Heilsugæslunnar en stefnt er opna móttöku fyrir fólk sem lifir með offitu.

STEF, sem hluti af Samráðshópi tónlistariðnaðarins, sendi fyrir helgi bréf til bæði forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra þar sem farið er fram á margvíslegar aðgerðir til endurreisnar tónlistarlífs eftir covid-19. Á meðan flestöll þau lönd sem Ísland vill bera sig saman við boða risastór framlög til menningar og hafa um leið bætt tónlistarfólki miklu leyti það tap sem það varð fyrir í faraldrinum heyrist ekkert frá ríkisstjórn Íslands. Við fengum Guðrúnu Björk Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra STEFs, til okkar til ræða bréfið og hvað samráðshópurinn leggur til.

Og í lok þáttar þá litum við yfir íþróttir helgarinnar með Helgu Margréti Höskuldsdóttur.

Tónlist:

Lay Low - Little by little

Sycamore tree - Storm

Thin Jim and the castaways - Confession

Hákon - Barcelona

Ellen Kristjánsdóttir og Þorsteinn Einarsson - Hluthafi í heiminum

Magnús og Jóhann - Þar sem ástin býr

Abba - I still have faith in you

Starsailor - Goodsouls

dönsk - Ég kýs

Birt

25. okt. 2021

Aðgengilegt til

23. jan. 2022
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Ingvar Þór Björnsson, Snærós Sindradóttir og Hulda G. Geirsdóttir.