Morgunútvarpið

18. okt - Hraðall, hellisbúar, Máni, hækkanir og íþróttir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í viðskiptahraðalinn Til sjávar og sveita, en hann hefur verið keyrður undanfarin tvö ár af Icelandic Startups. Óskað er eftir fyrirtækjum sem eru langt komin í vöruþróun, tilbúin með vöru á markað eða hafa hafið markaðssókn og aðeins fimm fyrirtæki verða tekin inn í hraðalinn. Freyr Friðfinnsson verkefnastjóri kom til okkar og sagði okkur meira af þessu.

Við slógum svo á þráðinn til Kanarí og heyrðum í Kristínu Magneu Sigurjónsdóttur sem er þar búsett í helli ásamt manni sínum Gunnar Smára Helgasyni. Þau hellisbúarnir una sér vel þar ytra og sinna fjölbreyttum verkefnum, m.a. því reka siglfirskan vefmiðil og útvarp og hlúa heimilislausum köttum.

Þorkell Máni Pétursson, Máni, er þekktur sem útvarpsmaður, fyrrum knattspyrnuþjálfari, álitsgjafi í knattspyrnulýsingum, umboðsmaður tónlistarfólks og rithöfundur. Máni kom til okkar og sagði okkur frá fyrstu bókinni sem hann skrifar en hún ber heitið Þú þarft ekki vera svona mikill aumingi. Þetta er sjálfshjálparbók fyrir karlmenn sem vita sjálfshjálparbækur eru bara fyrir aumingja.

Hækkanir á ýmis konar vöru og þjónustu hafa verið áberandi í umræðunni síðustu daga. Bensínverð hefur rokið upp, húsnæðisverð helst hátt og vart hefur orðið við margs konar verðhækkanir á almennri þjónustu. Þá hefur vöruskortur líka áhrif á verð, en ýmis vandamál varðandi aðföng og flutninga á tímum heimsfaraldurs hafa komið upp. Björn Berg Gunnarsson deildarstjóri greiningar- og fræðslu hjá Íslandsbanka rýndi í þessi mál með okkur.

Svo voru það íþróttir helgarinnar þar sem Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður leit við og fór yfir það helsta með okkur.

Tónlist:

Bubbi Morthens - Kossar án vara.

Paul McCartney og Wings - Silly love songs.

Freya Ridings - Castles.

Coldplay og BTS - My universe.

Hipsumhaps - Meikaða.

The Smiths - There is a light that never goes out.

Una Stef - Rock and roll dancer.

Ed Sheeran - Shivers.

Sting - If its love.

Birt

18. okt. 2021

Aðgengilegt til

16. jan. 2022
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Ingvar Þór Björnsson, Snærós Sindradóttir og Hulda G. Geirsdóttir.