Morgunútvarpið

8. okt. - Sigurhæðir, umhverfismál, líkamsvirðing, fréttaspjall, Bragi

Í mars hófu Sigurhæðir starfsemi sína á Selfossi, en Sigurhæðir er fyrsta samhæfða þjónustan við þolendur kynbundins ofbeldis í sunnlensku nærsamfélagi. Við slógum á þráðinn til Hildar Jónsdóttur, verkefnastjóra Sigurhæða, og forvitnuðumst um starfsemina og hvernig hefur gengið þessa fyrstu mánuði.

Bláa Lónið var í vikunni útnefnt Umhverfisfyrirtæki ársins af Samtökum atvinnulífsins. Sjálfbærni, kolefnisjöfnun, umhverfisstefna og rannsóknir eru m.a. þess sem stendur baki viðurkenningunni. Við fengum Fannar Jónsson gæðastjóra Bláa lónsins til okkar til fara svolítið yfir það hvernig stórt og vaxandi fyrirtæki tekur umhverfismálin föstum tökum og hverju það skilar.

Í kjölfar Kveiksþáttarins á þriðjudagskvöld hefur skapast töluverð umræða um offitu og þau samfélagslegu vandamál því fylgja. Meðal þeirra sem hafa tjáð sig er Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu, en samtökin hafa það markmiði stuðla virðingu fyrir fjölbreytileika holdafars auk þess vinna gegn útlitsdýrkun og fitufordómum í samfélaginu. Tara Margrét kom til okkar og fór yfir umræðuna síðustu daga.

Fréttir vikunnar voru á sínum stað eins og vanalega á föstudögum. þessu sinni komu til okkar þau Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, og ræddu hvað bar hæst í vikunni.

Í lok þáttar fengum við til okkar góðan föstudagsgest, Braga Valdimar Skúlason, sem er á fullu undirbúa langþráða jólatónleika Baggalúts. En það er ekki það eina, því hann er líka gefa út ljóðabók sem ber titilinn Jóðl. Bragi Valdimar kom og sagði okkur frá ljóðum og jóðli og jólavertíðinni framundan.

Tónlist:

Baggalútur - Ég á það skilið.

Teitur Magnússon og Bjarni Daníel - Sloppurinn.

Bubbi Morthens og Bríet - Ástrós.

Coldplay og BTS - My universe.

Egill Ólafsson - Ekkert þras.

Sigurður Guðmundsson og Memfismafían - Síðasti móhítóinn.

Kacey Musgraves - Justified.

Daði og Gagnamagnið - 10 years.

Birt

8. okt. 2021

Aðgengilegt til

6. jan. 2022
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Ingvar Þór Björnsson, Snærós Sindradóttir og Hulda G. Geirsdóttir.