Morgunútvarpið

20. sep - Bann, atvinnuleysi, samskiptafærni, innflytjendur og sport

Nýlega stofnuðu ríkisstjórnir Danmerkur og Kosta Ríka til samvinnuverkefnis sem nefnist Jarðefnaeldsneytislaus framtíð. Aðilar verkefninu banna leit eftir og vinnslu á nýjum jarðefnaeldsneytisauðlindum. Landvernd hefur fagnað þessu framtaki og hvetur íslensk stjórnvöld til gerast aðilar verkefninu. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdarstjóri Landverndar, kom til okkar og fór nánar yfir málið.

Alls fækkaði atvinnulausum meðaltali um ríflega eitt þúsund á milli júlí og ágúst og hefur ekki verið lægra síðan fyrir Covid. Skráð atvinnuleysi á Íslandi var 5,5% í ágúst og lækkaði úr 6,1% í júlí. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar kom og fór yfir þetta með okkur ásamt því hún sagði okkur aðeins af nýrri ársskýrslu en ársfundur stofnunarinnar var á fimmtudaginn.

Þjálfun starfsfólks í þjónustufyrirtækjum er gríðarlega mikilvæg enda starfsmaðurinn andlit fyrirtækisins gagnvart viðskiptavininum. Þróun hefur orðið í þjálfun starfsmanna en sýndarveruleikatækni er t.d. notuð í þjálfa samskiptafærni. Þar er starfmaðurinn þjálfaður í viðbrögðum við erfiða viðskiptavini í sýndarveruleika. Margrét Reynisdóttir frá fyrirtækinu Gerum betur, sem býður uppá þessa nýjung, kom til okkar og sagði okkur meira.

Innflytjendum hefur fjölgað mikið hér á landi síðastliðna áratugi og eru erlendir ríkisborgarar um 14% þjóðarinnar. Þessi hópur er mikilvægur hluti af íslenskum vinnumarkaði og á mörgum vinnustöðum starfar fjöldi innflytjenda. Samkaup er eitt slíkra fyrirtækja, en þar er fjórðungur starfsfólks innflytjendur og hefur fyrirtækið ráðist í átaksverkefni þar sem áhersla er lögð jafnrétti og fræðslu. Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, og Hallfríður Þórarinsdóttir, sérfræðingur í innflytjendamálum og framkvæmdarstjóri Mirru rannsóknarseturs, sögðu okkur betur frá þessu verkefni, en Hallfríður var fengin til sjá um fræðslu fyrir starfsfólk Samkaupa.

Og í lokin kíktum við á íþróttir helgarinnar með Evu Björk Benediktsdóttur.

Tónlist:

Ásgeir Trausti - Sunday drive

Phil Collins - Against all odds

Kacey Musgraves - Space cowboy

Ed Sheeran - Bad habits

Friðrik Dór - Hvílíkur dagur

Flott - Þegar ég verð 36

Spandau Ballet - Gold

Bubbi ásamt Bríeti - Ástrós

Abba - Don't shut me down

Birt

20. sept. 2021

Aðgengilegt til

19. des. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Ingvar Þór Björnsson, Snærós Sindradóttir og Hulda G. Geirsdóttir.