• 00:23:30Sólin - Ungir umhverfissinnar
  • 00:34:48Sagnfræði
  • 00:48:23Litlibær í Skötufirði
  • 01:06:56Gagnasöfnun á netinu
  • 01:22:44Spánarspjall

Morgunútvarpið

8. sept. - Sólin, sagnfræði, Litlibær, gagnasöfnun og Spánarspjall

Sólin er heiti á verkefni ungra umhverfissinna þar sem stjórnmálaflokkum sem bjóða fram til Alþingiskosninga eru gefin stig á kvarða sem metur umhverfisstefnu flokkanna. Tinna Hallgrímsdóttir er formaður ungra umhverfissinna og hún kom til okkar og fór yfir verkefnið og niðurstöðurnar.

Sagnfræðingafélag Íslands stendur fyrir áhugaverðum fundi á morgun sem talar inn í samfélagsumræðuna undanfarið.

Þar er því velt upp hvað hugvísindin og sagnfræðin hafa segja um karlmennsku, íþróttir og þjóðernishyggju og hvernig hafa þau nálgast umfjöllunarefnið? Við heyrðum nánar af þessum fundi hjá sagnfræðingnum Hafdísi Erlu Hafsteinsdóttur sem er einn fyrirlesara.

Við slógum svo á þráðinn vestur í Skötufjörð og heyrðum þar aðeins í Guðrúnu Fjólu Kristjánsdóttur vert á kaffihúsinu Litlabæ. Sumaropnun Litlabæjar lýkur í vikunni og því fer hver verða síðastur sér í gómsæta perutertu eða annað góðgæti. Við heyrðum af gestagangi í sumar og hvaða gúmmelaði nýtur mestra vinsælda.

Flestir vita af því af því fjölmörg tæknifyrirtæki safna upplýsingum um hegðun okkar á netinu. Sum ganga jafnvel lengra og geta vaktað ferðir okkar, hvar við stoppum og hvað við skoðum. Þessar upplýsingar er svo hægt nýta til stýra vali okkar og neyslu. Jón von Tetzchner forstjóri Vivaldi kom til okkar og ræddi þetta mál, en hans fyrirtæki og fleiri hafa mótmælt þessum aðferðum og segja vel hægt reka fyrirtæki og hanna auglýsingar án þess vakta neytendur stöðugt.

Svo var það Spánarspjallið í lokin, en við tókum upp þráðinn þar í síðustu viku. Jóhann Hlíðar Harðarson færði okkur tíðindi sunnan.

Tónlist:

Jón Ólafsson - Frétt númer þrjú.

GDRN, Flóni og Sinfó - Lætur mig.

Janelle Monae - Make me feel.

David Bowie - Heroes.

Leon Bridges - Steam.

Ellen Kristjánsdóttir og Þorsteinn Einarsson - Hluthafi í heiminum.

FLOTT - Þegar ég verð 36.

Helgi Björns - Miði aðra leið.

Dua Lipa - Love again.

Birt

8. sept. 2021

Aðgengilegt til

7. des. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.