Morgunútvarpið

7. sept. - Múmínálfar, NV kjördæmi, SafeTravel, hraðpróf og vísindi

Múmínálfarnir eru alltaf jafn vinsælir, hvort sem er á bók eða í borðbúnaði og taka þeir yfir Norræna húsið næstu daga, en þar verður sýningin Lesið og skrifað með Múmínálfunum opnuð í barnabókasafni hússins á morgun, í samstarfi við Bókmenntahátíð í Reykjavík. Hrafnhildur Gissurardóttir fræðslufulltrúi hjá Norræna húsinu kom til okkar og sagði okkur meira.

Við hituðum upp fyrir kjördæmafundinn sem hefst hér á Rás 2 seinna í dag, eða kl. 17:30. Þar mætast forystumenn flokkanna sem bjóða fram í Norðvesturkjördæmi og verður fundurinn sendur út í beinni frá Borgarnesi. En við hér í Morgunútvarpinu ætlum forvitnast aðeins um þetta kjördæmi, hvað einkennir það og hvaða málefni brenna helst á íbúum þess. Við slógum á þráðinn til Magnúsar Magnússonar, ritstjóra Skessuhorns.

Nýtt SafeTravel smáforrit eða app verður kynnt á eftir, en unnið hefur verið gerð þess sl. tvö ár. Appið er samstarfsverkefni Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Sjóvár, en Safetravel appið veitir upplýsingar um ástand vega í rauntíma og er hugsað bæði fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn. Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna ferðamanna hjá Landsbjörg var í símanum á leið sinni Litlu kaffistofunni þar sem kynningin fer fram á eftir.

er aðstaða til framkvæma svokölluð hraðpróf vegna Covid-19 komin í gagnið á Suðurlandsbrautinni hér í Reykjavík þar sem skimun hefur farið fram undanfarna mánuði. Þeim sem sæta smitgát er þar með gert kleift koma í hraðpróf, auk þess sem stefnt er því bjóða upp á ókeypis hraðpróf fyrir þá sem ætla sækja stærri viðburði. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins kom til okkar og fór yfir þetta mál með okkur.

Svo mætti Sævar Helgi Bragason í Vísindahornið góða og ræddi jökulhlaup, Mars og plast.

Tónlist:

Sycamore tree - One day.

Bruce Springsteen - Ill see you in my dreams.

Nýdönsk - Ég kýs.

The Kinks - Waterloo Sunset.

Sigurður Guðmundsson - Kartöflur.

Helgi Björns - Ekki ýkja flókið

Hipsumhaps - Meikaða.

Whitney Houston - My love is your love.

The Killers - Mr. Brightside.

The Weeknd - Take my breath.

Birt

7. sept. 2021

Aðgengilegt til

6. des. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.