Morgunútvarpið

3. sept. - Plastlaus, ABBA, Airwaves, fréttaspjall og hégómavísindi

September er upp runninn og þá rifjum við upp góðar leiðir til draga úr plastnotkun eins og átakið Plastlaus september ber með sér. Við fengum góð ráð frá Þórdísi V. Þórhallsdóttur, sem er ein þeirra er standa baki átakinu.

ABBA gladdi aðdáendur sína með tveimur nýjum lögum og tilkynningu um nýja og glæsilega tónleikasýningu, Voyage, sem hefst á næsta ári í London. Herlegheitin voru kynnt í sérstöku streymi á Youtube úr veislum út um allan heim og þar á meðal í Sky Lagoon í Kópavogi. Við hittum þar Elvu Rut Erlingsdóttur upplifunar- og markaðsstjóra lónsins og sjálfan Hermigervil eða Sveinbjörn Thorarensen sem tryllti lýðinn með skemmtilegri tónlist.

Í gær var tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves frestað um eitt ár, annað árið í röð. Ísleifur Þórhallsson hjá Senu segir tónleikahaldara eyðilagða yfir því þurfa fara þessa leið, en miðað við núverandi samkomutakmarkanir og óvissu sem ríkir um framhaldið annað útilokað. Á sama tíma er stórtónleikahald komið á fullt víða um heim þar sem litlar takmarkanir gilda, þó sum staðar gerð krafa um bólusetningu gesta. Ísleifur var á línunni.

Við rýndum í fréttir vikunnar með góðum gestum venju, en þessu sinni voru það þau Andrés Jónsson almannatengill og Jóhanna Vigdís Arnardóttir verkefnastjóri og leikkona.

Svo eru það hégómavísindin, en Freyr Gígja Gunnarsson kom til okkar með fréttir af ríka og fræga fólkinu. Þar komu James Bond, Top Gun og Fresh Prince of Bel Air við sögu.

Tónlist:

KK og Rúnar Júlíusson - Ég er vinur þinn.

Lights on the highway - Leiðin heim.

ABBA - I still have faith in you.

ABBA - Dont shut me down.

Daði og gagnamagnið - Think about things.

Celeste - Tonight tonight.

Creedence Clearwater Revival - Lookin out my back door.

Billie Eilish - Bad Guy.

Todmobile - Ég vil brenna.

Birt

3. sept. 2021

Aðgengilegt til

2. des. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.