Morgunútvarpið

26. ágúst - Styrktarsund, málfar, fjölmiðlun, kosningar og ástin

Sigurgeir Svanbergsson ætlar synda yfir Kollafjörð um helgina, um 12 km leið frá Kjalarnesi Bryggjuhverfi. Tilgangurinn er safna áheitum til styrktar einstökum börnum. Við hringdum í kappann og heyrðum af þessu verkefni hans og fleiru en hann leitast við ögra sjálfum sér og reyna á sig við ýmsar óvenjulegar aðstæður.

Við spjölluðum um íslenskt mál í vikulegu málfarshorni okkar þegar Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur leit við og þar var orðið þing í brennidepli.

Olga Björt Þórðardóttir hefur starfað í fjölmiðlum um árabil og undanfarin ár gefið út bæjarblaðið Hafnfirðing. Útgáfa bæjarblaða á prenti reynist hins vegar þung og sl. vor tók Olga sér hlé frá störfum og Hafnfirðingur fór í frí. snýr Olga aftur á nýjum vettvangi, en þó gamalkunnum, þ.e. í fjölmiðlum, en hún setur í loftið hlaðvarpið Plássið. Olga Björt heimsótti okkur og ræddi m.a. konur í fjölmiðlum og það taka pláss.

Í gær var nákvæmlega mánuður í kosningar og meira líf færast í kosningabaráttu flokkanna. Við fengum til okkar Stefaníu Óskarsdóttur, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, til þess líta yfir pólitíska sviðið með okkur og spá aðeins í spilin.

Annað kvöld fara í loftið nýir íslenskir stefnumótaþættir í sjónvarpi. Þættirnir heita Fyrsta blikið og fjalla um ástina og leitina ástinni. Umsjónarmaður þeirra er Ása Ninna Pétursdóttir og hún kom til okkar og sagði okkur frá þessum forvitnilegu þáttum.

Tónlist:

Stefán Hilmarsson - Þú ferð mér svo ósköp vel.

Albatross - Ég sólina.

Travis - Flowers in the window.

Jungle - Talk about it.

Nýdönsk - Hversdagsprins.

Dua Lipa - Love again.

Joy Crookes - Feet dont fail me now.

Skítamórall - Innan í mér.

U2 - Angel of Harlem.

Birt

26. ágúst 2021

Aðgengilegt til

24. nóv. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.