Morgunútvarpið

25. ág. - Krabbameinsfélagið, styttur, veður, Stones, Play

Krabbameinsfélagið fagnar 70 ára starfsafmæli um þessar mundir, m.a. með afmælisráðstefnu á morgun. Við slógum á þráðinn til Höllu Þorvaldsdóttur framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins í tilefni af þessum tímamótum.

Listasafn Einars Jónssonar og verkfræðistofan EFLA í samstarfi við List fyrir alla hlutu styrk frá Barnamenningarsjóði til myndmæla 10 styttur eftir Einar Jónsson, fyrsta íslenska myndhöggvarann. En hvað er myndmæla og hvernig skoðar maður stafrænar styttur? Þau AlmaDís Kristinsdóttir safnstjóri listasafns Einar Jónssonar og Þröstur Thor Bragason þrívíddarhönnuður hjá Eflu komu til okkar og sögðu okkur frá þessu forvitnilega verkefni.

Í gær féll 13 ára gamalt hitamet þegar hiti mældist 29,4 stig á Hallormsstað. Áfram verður heitt í veðri í dag og spurning hvort íslenska hitametið frá 1939 gæti fallið? Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur var á línunni og útskýrði fyrir okkur hvað veldur þessum óvenjulega hita í ágústlok.

harmafregn barst úr tónlistarheiminum í gær Charlie Watts trommari Rolling Stones væri fallinn frá, 80 ára aldri. Af því tilefni fengum við hingað félagana og Stones aðdáendurna Dr. Arnar Eggert Thoroddsen og Birgi Ísleif Gunnarsson til renna yfir feril sveitarinnar þar sem fullyrða þeir þrír liðsmenn sem eftir eru á lífi séu goðsögn í lifanda lífi.

Starfsmannamál flugfélagsins Play hafa verið í brennidepli upp á síðkastið en starfsfólki hins nýstofnaða félags hefur meðal annars verið boðið lækka við sig starfshlutfall til hljóta fastráðningu hjá félaginu. Birgir Jónsson, forstjóri Play, kom til okkar og ræddi málefni flugfélagsins.

Tónlist:

Benedikt Gylfason - Diamond.

Axel O - Þjóðvegurinn.

Lights on the highway - Ólgusjór.

Snorri Helgason - Haustið 97.

Rolling Stones - Charlie Watts.

Rolling Stones - Gimme shelter.

Vök - Skin.

Aretha Franklin - Rescue me.

Elín Hall - Komdu til baka.

Supertramp - Give a little bit.

Birt

25. ágúst 2021

Aðgengilegt til

23. nóv. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.