Morgunútvarpið

18. ágúst - Víðerni, kríur, neysla, Afganistan, akstursíþróttir

Óbyggð - kortlagning víðerna er heiti á verkefni til verndar víðerna á hálendi Íslands, en því koma bæði fræðimenn og áhugafólk. Markmiðið er kortlagning annars vegar og vitundarvakning hins vegar og Finnur Ricart Andrason, einn þeirra er verkefninu standa, leit við hjá okkur og sagði okkur nánar um hvað málið snýst.

Við Norðurkot II í Suðurnesjabæ er eitt stærsta kríuvarp landsins finna. Þar býr Sigríður Hanna Sigurðardóttir, húsfreyja og æðarbóndi, en hún hefur ásamt eiginmanni sínum annast æðavarp á staðnum í rúm 20 ár. Sigríður Hanna segir árið í ár hafa verið gott kríuár og við slógum á þráðinn suður með sjó og heyrðum meira af því.

Neysla landsmanna virðist hafa aukist mikið undanfarið. Kortavelta í júlí mældist meiri en í hefðbundnum júlímánuði fyrir Covid-faraldurinn og einnig meiri en í síðustu jólavertíð. Ferðalög til útlanda hafa aukið kortaveltu erlendis og hægir á aukningu innlána í bankakerfinu. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Una Jónsdóttir hagfræðingur hjá Landsbankanum kíkti í heimsókn til okkar.

Talibanar tóku völdin hratt í Afganistan eftir Bandaríkin sendu herlið sitt á brott úr landinu. Í Kabúl hefur ríkt ringulreið þar sem mikill fjöldi hefur reynt komast úr landi. Margir geta ekki hugsað sér búa áfram í borginni undir ógnarstjórn Talíbana þar sem réttindi kvenna eru virt vettugi og tjáningarfrelsi fótum troðið. Alþjóðaráð Rauða krossins hefur sent frá sér ákall vegna ástandsins í Afganistan og hér á landi hafa samtökin hafið neyðarsöfnun. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri Hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins ræddi þessi mál við okkur.

Við fengum akstursíþróttakonuna Hönnu Rún Ragnarsdóttur til okkar. Hún hefur, þrátt fyrir ungan aldur, fjölbreytta reynslu úr akstursíþróttaheiminum, sem ökumaður, aðstoðarökumaður, dómari og keppnisstjóri. Hún er einmitt keppnisstjóri Rallý Reykjavík sem er framundan um helgina og við ræddum mótorsportið við hana.

Tónlist:

Moses Hightower - Lífsgleði.

Svavar Knútur og Irish Mythen - Hope and fortune.

Nýdönsk - Flugvélar.

Draumfarir og Kristín Sesselja - Með þér.

GDRN, Flóni og Sinfó - Lætur mig.

Sade - The sweetest taboo.

Maneskin - Beggin.

Prefab Sprout - Cars and girls.

Queen - I want it all.

Birt

18. ágúst 2021

Aðgengilegt til

16. nóv. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.