Morgunútvarpið

13. ágúst - Búfræði, Valborg Ó, Noregur, fréttaspjall og söngleikur

Aukin aðsókn er í Landbúnaðarháskóla Íslands næsta haust og hefur nemendafjöldi skólans tvöfaldast á undanförnum tveimur árum. Alls sóttu rúmlega 200 nemendur um fyrir haustið og eru flestar umsóknir í nám í búvísindum, næstflestar í landslagsarkitektúr auk þess sem mikil aðsókn er í búfræðinám. Áhugavert er skoða þróun síðustu ára, rýna í skiptinguna á milli brauta og hvernig þær hafa þróast, sem sýnir öll fagsviðin eru í sókn. En hver er skýringin á þessari þróun og þessum aukna áhuga á búfræðinámi? Álfheiður Marínósdóttir Kennslustjóri LBHÍ sagði okkur betur frá þessu.

Óhætt er segja hjónin í Holti undir Eyjafjöllum, Valborg Ólafsdóttir og Orri Guðmundsson sitji ekki auðum höndum, en þau eru tónlistarfólk og bændur og reka auk þess gistiheimili fyrir ferðamenn heima hjá sér. Á milli þess sinna bústörfum, börnum og ferðamönnum, semja þau og gefa út tónlist og nýverið kom út þeirra fyrsta breiðskífa, Silhouette. Þau dreymir um geta útbúið aðstöðu fyrir listamenn í Holti til sinna ólíkri listsköpun. Við spjölluðum við Valborgu um þennan blómlega búskap í sveitinni.

Við heyrðum svo í Atla Steini Guðmundssyni tíðindamanni okkar í Noregi og spurðum út í covid stöðuna þar, en Atli var einmitt nýkominn úr seinni bólusetningu þegar við náðum í hann á lestarstöðinni í Osló. Hann flutti nýverið úr höfuðborginni til Tönsberg og sagði okkur líka frá ólíku mannlífi þessara tveggja staða.

Við ræddum helstu tíðindi vikunnar eftir átta fréttir og gestir okkar þessu sinni voru þeir Hafþór Ragnarsson verkefnastjóri hjá Hljóðbókasafni Íslands og Kristjón Kormákur Guðjónsson blaðamaður og fyrrum ritstjóri.

Sjálfsævisögulegi heimildasöngleikurinn Góðan daginn faggi verður frumsýndur í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og leikhópsins Stertabendu og eru höfundar og aðstandendur verksins Bjarni Snæbjörnsson, leikari, Gréta Kristín Ómarsdóttir, leikstjóri og Axel Ingi Árnason, tónskáld. Þeir Bjarni og Axel komu til okkar í spjall og við fengum svo heyra sýnishorn af glænýrri söngleikjatónlist sem prýðir verkið.

Tónlist:

Jóna Alla Axelsdóttir - Svo birti aftur til.

Vilhjálmur Vilhjálmsson - Einbúinn.

Benedikt Gylfason - Diamond.

Valborg Ólafs - Holiday.

Celeste - Tonight, tonight.

Bjarni Snæbjörnsson - Góðan daginn faggi.

The Weeknd - Take my breath.

Dua Lipa - Love again.

Birt

13. ágúst 2021

Aðgengilegt til

11. nóv. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.