• 00:22:19Konur í kærleika
  • 00:35:20Rafbílar
  • 00:51:11Vatnsstaðan í Hvaleyrarvatni
  • 01:00:23Fréttir vikunnar
  • 01:25:09Golf

Morgunútvarpið

6. ág - Kærleiki, rafbílar, vatnsstaða, fréttir vikunnar og golf

Um helgina fer fram námskeið í Syðri-Vík í Vopnafirði undir heitinu Konur í kærleika. Þar ætla konur víðsvegar af landinu koma saman, stunda hugleiðslu og njóta kyrrðarinnar. Brynhildur Arthúrsdóttir er ein þeirra sem námskeiðinu standa og Hulda náði tali af henni rétt áður en hún lagði af stað austur á heimaslóðirnar í Syðri-Vík.

Rafbílasamband Íslands heldur, með aðstoð bílaumboðanna, rafbílasýningu fyrir framan Hörpu á morgun, laugardaginn. Þar verður á einum stað næstum allt framboð af rafbílum sem eru í boði á Íslandi í dag. Tómas Kristjánsson ætlar segja okkur meira en hann er formaður Rafbílasambands Íslands.

Í gær sagði Gísli Ásgeirsson okkur, en hann þekkir vel til við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði, vatnsstaðan þar væri mjög slæm og vísaði meðal annars í um væri kenna bænum sem ekki léti vatn renna í vatnið sem hann kallaði poll. Við fáum viðbrögð frá bæjarstjóranum, Rósu Guðbjartsdóttur.

Við förum yfir fréttir vikunnar þessu sinni með þeim Eddu Falak, sem heldur úti hlaðvarpinu Eigin konur, og Villa Neto, leikara og uppistandara.

og Íslandsmótið í golfi hófst í gær á Jaðarsvelli á Akureyri og stendur fram á sunnudag. Mikil gróska hefur verið golfíþróttinni undanförnu og keppendur á Íslandsmótinu þessu sinni eru 150, sem er hámarksfjöldi keppenda. Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, kemur til okkar og segir frá stemmningunni á Íslandsmótinu.

Tónlist:

KK og Björk - Ó borg mín borg

Kaktus Einarsson - Ocean's heart

Geiri Sæm - Sterinn

Madonna - Papa don't preach

Bjartmar og Bergrisarnir - Á ekki eitt einasta orð

Ed Sheeran - Bad habits

Pálmi Gunnarsson - Þorparinn

Queen - Crazy little thing called love

Birt

6. ágúst 2021

Aðgengilegt til

4. nóv. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.