• 00:23:13Reykjanesbær
  • 00:36:57Fimleikadómarar
  • 00:54:26Neðanjarðaruppistand
  • 01:08:12Skólamál
  • 01:30:05Skimanir og sýnatökur

Morgunútvarpið

4. ágúst - Reykjanesbær, fimleikadómar, uppistand, skólamál, skimanir

Reykjanesbær leitar eftir nöfnum sem enda á -dalur og eru til sóma fyrir nýtt hverfi, svokallað Dalshverfi 3 sem er í Innri-Njarðvík. En hvað og hvað ekki í nafnagiftum á götum í bæjarfélögum? Eysteinn Eyjólfsson er formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar. Hann var á línunni.

Íslendingar áttu aðeins fjóra keppendur á Ólympíuleikunum í Tókýó sem standa yfir, en við áttum líka tvo dómara sem dæmdu fimleika, þau Björn Magnús Tómasson og Hlín Bjarnadóttur. En hvernig starf er þetta, hvernig er skipulagið á leikunum og hvernig er stemming á staðnum? Hlín var á línunni hjá okkur, en hún var á heimferð og stödd á Heathrow flugvelli í London.

Næstkomandi föstudag og laugardag ætlar Bjarni Harðarson bóksali og rithöfundur skemmta gestum Hellanna við Hellu þar sem hann freistar þess leysa ráðgátuna um uppruna Íslendinga í keltneskri eldmessu. Áleitnum spurningum verður varpað fram, t.d. hvort Gunnar á Hlíðarenda hafi verið írskur prins? Við slógum á þráðinn til Bjarna sem sagði okkur meira af þessu forvitnilega neðanjarðar uppistandi.

Stutt er í skólastarf hefjist en margt er óljóst enn varðandi skólana, í ljósi stöðu covid faraldursins um þessar mundir. Starfsfólk skólanna er boðað í viðbótarbólusetningu um þessar mundir, en í gær sagði heilbrigðisráðherra engar takmarkanir yrðu á skólastarfi og undirbúningur ætti miðast við það. Við heyrðum í Þorsteini Sæberg formanni Skólastjórafélagsins um þessi mál.

Metfjöldi hefur greinst með Covid-19 undanfarna daga hafa tölurnar aldrei verið hærri hér á landi. Metfjöldi hefur líka mætt í sýnatökur og mikið mæðir á starfsfólki þar. sem ber hitann og þungann af halda utan um allt skipulag varðandi sýnatökur er Ingibjörg Steindórsdóttir verkefnastjóri sýnatöku hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Við spurðum Ingibjörgu meðal annars hvort skimunum hafi fjölgað í kjölfar verslunarmannahelgarinnar.

Tónlist:

Snorri Helgason - Haustið 97.

Guðni Þór - Ive been waiting.

Eyþór Ingi og Lay Low - Aftur heim til þín.

Stuðmenn - Grái fiðringurinn.

HAIM - The steps.

Vök - Skin.

Whitney Houston - One moment in time.

Michael Kiwanuka - One more night.

Birt

4. ágúst 2021

Aðgengilegt til

2. nóv. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.