• 00:22:22Tyrkland,
  • 00:35:39Sóttvarnir
  • 00:51:41Ólympíuleikar
  • 01:08:33Hinsegin dagar
  • 01:28:55Tæknihornið

Morgunútvarpið

3. ágúst-Skógareldar, sóttvarnir, Ólympíuleikar, Hinsegin dagar, tækni

Skógareldar geisa í Tyrklandi, ferðafólk hefur neyðst til forða sér frá vinsælum áfangastöðum við ströndina og mannfall hefur orðið. Slökkviliðsmenn berjast enn við skógarelda á sjö stöðum í Tyrklandi en tekist hefur slökkva 120 elda. Þá hafa eldar líka geisað í Grikklandi en þar er fordæmalaus hitabylgja. Vilhjálmur Egilsson, fyrrum alþingismaður og rektor, dvelur í Tyrklandi ásamt konu sinni um þessar mundir og er staddur við Eyjahafið í borginni Didim. Við hringdum í Vilhjálm og spurðum frétta.

Metfjöldi Covid smita hefur greinst undanfarna daga, en fjöldi smitaðra hefur verið bólusettur. Meirihlutinn virðist ekki verða mikið veikur og því virðist sem bólusetningarnar haldi. Þá er spurning hvort talning á smitum rétta leiðin í næstu aðgerðum sóttvarnayfirvalda gegn faraldrinum? Við tókum stöðuna á staðgengli sóttvarnarlæknis, Kamillu Sigríði Jósefsdóttur.

Við hringdum til Japans og tókum stöðuna á Ólympíuleikunum með Einar Erni Jónssyni íþróttafréttamanni.

Í dag hefjast Hinsegin dagar sem standa yfir í viku. Gleðigangan hefur verið stór partur, og í raun hápunktur, Hinsegin daga. En í ár verður ekkert af henni frekar en í fyrra vegna samkomutakmarkanna. En það verður samt nóg um vera og við hringdum í Ragnar Veigar Guðmundsson sem er í stjórn Hinsegin daga.

Tæknihornið snéri aftur eftir sumarfrí í dag þegar Guðmundur Jóhannsson mætti til okkar og ræddi djúpfalsanir, morgunkornssjálfsala og snjallsápuskammtara.

Tónlist:

Vilhjálmur Vilhjálmsson - Tölum saman.

Sade - Flower of the universe.

Svavar Knútur og Irish Mythen - Hope and fortune.

Friðrik Dór - Hvílíkur dagur.

Harry Styles - Sign of the times.

Grafík - Þúsund sinnum segðu já.

Elín Ey - Ljósið.

Blur - Song 2.

Manic Street Preachers - Orwellian.

Prins Póló - Niðri á strönd.

Unnsteinn Manúel - Lúser.

Birt

3. ágúst 2021

Aðgengilegt til

1. nóv. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.