Morgunútvarpið

30. júlí - Súluhlaup, afreksstefna, brekkusöngur, fréttaspjall og ÓL

Fjallahlaupið Súlur Vertical fer fram á Akureyri á morgun, en eftir mikla yfirlegu hefur undirbúningsnefnd hlaupsins metið það sem svo, höfðu samráði við sóttvarnayfirvöld og samstarfsaðila, mögulegt halda hlaupið með ábyrgum hætti og víðtækum ráðstöfunum. Dagskrá og fyrirkomulagi hefur verið breytt og við heyrðum aðeins í Bryndísi Maríu Davíðsdóttur sem er í stjórn hlaupsins.

Umræða spannst um afreksstefnu Íslendinga í sjónvarpsþættinum Ólympíukvöldi fyrr í vikunni og þar var gestum heitt í hamsi. Gunnar Birgisson íþróttalýsandi hjá RÚV gekk svo langt segja styttra í Íslendingar eigi enga keppendur á Ólympíuleikum, en eiga verðlaunahafa, en aðeins fjórir íslenskir þátttakendur eru á leikunum í ár. Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði þekkir vel til íþróttastarfs á Íslandi og hann kom til okkar til ræða þetta mál.

Það verður enginn Þjóðhátíð í ár, en þrátt fyrir það verður boðið upp á brekkusöng sem öll þjóðin hefur aðgang að. En hvernig fer hann fram og hverjir koma fram? Ísleifur Þórhallsson hjá Senu sagði okkur af því.

Við litum svo yfir fréttir vikunnar með Björgu Magnúsdóttur fjölmiðlakonu og rithöfundi, og Arnari Björnssyni fréttamanni.

Við enduðum svo á því hringja til Tókýó og heyra í Sigurbirni Árna Arngrímssyni sem lýsir frjálsum íþróttum á leikunum í beinum útsendingum RÚV. Guðni Valur Guðnason kringlukastari tók þátt í undankeppninni í nótt og við heyrðum af því og fleiru sem er í gangi þar ytra.

Tónlist:

Buff - Enginn nema þú.

Sváfnir Sig - Stund milli stríða.

Manic Street Preachers - Orwellian.

Sumargleðin - Á ferðalagi.

Hreimur, Magni, Bergsveinn og Grettiskórinn - Lífið er yndislegt.

KALEO - Skinny.

Skítamórall - Innan í mér.

Whitney Houston - Im every woman.

Opus - Life is life.

Birt

30. júlí 2021

Aðgengilegt til

28. okt. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.