• 00:24:19Svifstígar
  • 00:39:50Druslugangan
  • 01:05:58Sóttvarnarhús
  • 01:27:21Íþróttir helgarinnar

Morgunútvarpið

19. júl - Svifstígar, druslugangan, sóttvarnarhús og íþróttir

Umsjón: Rúnar Róbertsson og Drífa Viðarsdóttir.

Svif­stíg­ar eða svífandi göngustígar, er ekki bara atriði í vísindaskáldskáldsögu eða Sci-fi bíómynd, heldur erum við tala um nýja lausn fyr­ir viðkvæmt landslag þar sem þörf er á góðu aðgengi. Hönnunin er íslensk, unnin af Alternance - arkitektúr og skipulag, og kallast verkefnið Hovering Trails. Stíg­arn­ir eru komn­ir í notk­un í Hvera­döl­um við Hengil. En er þetta bráðabirgðalausn eða lausn til framtíðar? Við hringdum í Steinunni Baldursdóttur, kynningarfulltrúa Hovering Trails, sem sagði okkur betur frá þessu.

Druslugangan verður gengin í tíunda skiptið þann 24. júlí nk. Druslugangan er samstöðuganga með þolendum kynferðisofbeldis og vopn gegn þöggun, skömm og ofbeldi. Við fengum Evu Sigurðardóttur úr skipalagsteyminu til okkar.

Sóttvarnarhús eru farin fyllast á nýjan leik. Bólusett fólk er smitast, misalvarlega þó því sumir finna ekkert fyrir smitinu. Við fengum til okkar Gylfa Þór Þorsteinsson forstöðumann Sóttvarnarhúsa Rauða krossins til fara yfir stöðuna þar með okkur. Sérstaklega núna eftir helgina þar sem bara í gær, sunnudag, komu 48 flug til landsins.

Og í lok þáttar kom Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður og fór yfir íþróttir helgarinnar með okkur.

Tónlist:

Grafík - Prinsessan

Emilíana Torrini - Perlur og svín

Á móti Sól - Þetta þokast

GDRN - Vorið

Lorde - Solar power

Kaleo - Hey gringo

Bjarni Arason - Þegar sólin sýnir lit

U2 - I still haven't found what I'm looking for

Gabríel, Opee og Unnsteinn Manúel - Sólskin

Bjartmar og Bergrisarnir - Á ekki eitt einasta orð

Sálin hans Jóns míns - Fyrir utan gluggan þinn

Birt

19. júlí 2021

Aðgengilegt til

17. okt. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.