• 00:21:20Villimenn
  • 00:37:33Kótelettan
  • 00:49:58Patti
  • 00:58:25Fréttir vikunnar
  • 01:22:09Klara Elías

Morgunútvarpið

9. júl - Villimenn, Kótelettan, Patti, Fréttir, Klara

Hellubúar halda úti facebook hópi og senda þar hverjir öðrum fréttir og gamlar myndir og þess háttar sem fólk gerir á facebook. Í gær birtist þar óvænt frétt en Eskimo er leita eftir ?fólki í sveitinni til taka þátt sem aukaleikarar í erlendu verkefni á vegum Neflix.? Síðan segir ?Við leitum karlmönnum á aldrinum 20-55 ára auk nokkurra annarra um sjötugt, með frekar villimannslegt útlit.? Morgunútvarpið hringdi í mann sem hefur verið þekktur fyrir villimannslegt útlit, sérstaklega á morgnana, en það er Leifur Bjarki Björnsson slökkviliðsstjóri í Rangárvallasýslu. Ætlar hann bjóða sig fram og slá í gegn á Netflix?

Í dag hefst bæjarhátíðin Kótilettan á Selfossi. Hátíðin er bæði tónlistarhátíð og mikil grillhátíð enda matarkista landsins á Suðurlandi. Kótilettan er síðar á ferðinni þetta árið vegna faraldursins en þetta er í ellefta sinn sem hún er haldin. Einar Björnsson var á línunni en hann hefur veg og vanda af hátíðinni.

Patrekur Jóhannesson handboltamaður tók við silfurmerki Austurríkis við athöfn á Bessastöðum í vikunni en silfurmerkið hlýtur hann fyrir störf íþróttamálum í Austurríki en þar var hann landsliðsþjálfari um árabil. Það var bróðir Patreks eða Patta eins og hann er kallaður sem vakti athygli á afhendingu silfurmerkisins en hann er auðvitað sjálfur Guðni Th Jóhannesson forseti Íslands. Við hringdum í Patta og heyrðum um þessa upphefð.

Umfjöllun um fréttir vikunnar verða á sínum stað og þau komu í morgunútvarpið Sunna Karen Sigurþórsdóttir fréttamaður á fréttastofu Stöðvar2, Vísis og Bylgjunnar og Stefán Hrafn Hagalín deildarstjóri samskiptadeildar hjá Landsspítalanum. Það var margt ræða t.d. hina nýju metoo byltingu, greiðslu á hæsta lottóvinningi sögunnar, stöðuna á eldgosinu sem við vitum eiginlega ekki lengur hvort er eldgos, partý og hömluleysi eftir samkomutakmörkunum var aflétt, brekkusöngur á Þjóðhátíð og svo auðvitað EM fyrir utan allt hitt sem kom við sögu.

Tónlistarkonan Klara Elíasdóttir sem þekktust er fyrir veru sína í Nylon og síðar The Charlies var senda frá sér nýtt lag. Nýja lagið er þjóðhátíðarlag. En ekki eiginlega fyrir Þjóðhátiðina í Eyjum. Klara segir það kominn tími á kona semji lag fyrir Þjóðhátíð í Eyjum enda aðeins ein kona samið Þjóðhátíðarlag í 84 ár. Með útgáfunni vill hún vekja athygli á kynjahallanum.

Birt

9. júlí 2021

Aðgengilegt til

7. okt. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.