• 00:24:24Hinsegin hátíð
  • 00:36:47Kvikmyndagerð
  • 01:02:47Efnahagsmál
  • 01:22:34Ný bók

Morgunútvarpið

8. júl - Hinsegin hátíð, kvikmyndagerð, efnahagsmál og ný bók

Um helgina fer fram fyrsta Hinseginhátíð Vesturlands en nýstofnað félag, Hinsegin Vesturland, stendur henni en hún er fyrsti stóri viðburður félagsins og markmiðið er hún flakki á milli allra sveitarfélaganna á Vesturlandi, til auka sýnileika hinsegin fólks um allan landshlutann. Hápunktur helgarinnar er gleðiganga sem verður laugardaginn. Bjargey Anna Guðbandsdóttir sem er framkvæmdarstýra hátíðarinnar var á línunni og sagði okkur meira.

Það hefur vakið athygli margra sem fylgjast með streymisveitum sjá íslenska leikara skjóta upp kollinum aftur og aftur, jafnvel í stórum hlutverkum í sumum þeirra þáttaraða eða kvikmynda sem boðið er uppá. Þá oft sjá íslensk nöfn í kreditlistum yfir starfsmenn í þessum myndum. Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður og ritstjóri klapptrés sagði okkur betur frá þessu en hann er líka á leiðinni í spennandi sögugöngu um kvikmyndaborgina Reykjavík.

Í gær var birt skýrsla OECD þar sem horfur á mjúkri lendingu efnahagslífsins er spáð og er þá fyrst og fremst horft til ferðmannastraumsins. Samkvæmt skýrslunni stóð Ísland storminn sem fylgdi COVID-19 faraldrinum betur af sér en flestar aðrar þjóðir og viðsnúningur er framundan. Fjármálaráðherra sagði í fréttum í gær þetta megi þakka góðri stöðu ríkisfjármála fyrir faraldur. En hverjir koma best út úr kófinu, hinir betur stæðu eða er það jafnt yfir línuna? Við fengum Katrínu Ólafsdóttur hagfræðing og dósent við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík til ræða horfurnar

og Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur vakið athygli fyrir skáldsögur sínar sem flestar fjalla um konur á miðjum aldri og þær áskoranir sem þeim mæta. nýjasta, Slétt og brugðið, fór beint inn á metsölulista og við fengum Árelíu til segja okkur af þessari nýju sögu og viðfangsefnum vinkvennanna sem hún fjallar um.

Tónlist:

Hljómar - Lífsgleði

Hjaltalín - Feels like sugar

Páll Óskar - Söngur um lífið

Stuðmenn - Slá í gegn

Joy Cookes - Feet don't fail me now

Jet black Joe - I, you, we

Foo fighters - Waiting on a war

Á móti sól - Stjörnublik

Albatross - Ég sólina

Notorious B.I.G. - Mo money, mo problems

U2 - Red hill mining town (2017 mix)

Birt

8. júlí 2021

Aðgengilegt til

6. okt. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.