Morgunútvarpið

1. júlí - Heyskapur, hinsegin fólk, aurskriður, vatnavextir og Píeta

Heyskapur er hafinn um allt land og ætla margir bændur muni nýta vel góðviðrisdagana sem framundan eru til heyja. En hvernig ætli gangi heyja í gulum viðvörunum, miklum hlýindum og leysingum? Við forvitnumst um það og slógum á þráðinn til Önnu Margrétar Jónsdóttur, bónda, sem býr á bænum Sölvabakka nærri Blönduósi, og heyrðum hvernig heyskapurinn gengur hjá bændum á svæðinu.

Svo virðist sem aukning á andstöðu gagnvart sýnileika hinsegin fólks víða um heim. þar sem dæmi nefna nýlega ákvörðun ungverska þingsins banna hinsegin námsefni í skólum og banna hinsegin fólki koma fram í barnaefni. Einnig vakti mikla athygli ákvörðun Knattspyrnusambands Evrópu banna regnbogalýstan leikvang við leik Þýskalands og Ungverjalands. Við ræddum þessi mál við Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, formann samtakanna '78.

Aurskriður hafa fallið í Skagafirði undanfarna daga, fyrst í Varmahlíð og svo á skíðasvæðinu í Tindastól. Sveitarstjórinn í Skagafirði, Sigfús Ingi Sigfússon, fór og skoðaði aðstæður í gær. Hann var á línunni hjá okkur.

Í dag opnuðu Píeta samtökin glænýtt útibú á Akureyri, það fyrsta utan höfuðborgarsvæðisins. Píeta samtökin eru forvarnarsamtök gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og bjóða fólki sem glímir við sjálfsvígshugsanir ókeypis aðstoð frá fagfólki. Til segja okkur frá starfseminni norðan heiða kom til okkar Birgir Örn Steinarsson en hann mun gegna starfi forstöðumanns samtakanna á Akureyri.

Tónlist:

Pláhnetan og Björgvin Halldórsson - Ég vissi það

Michael Kiwanuka - Home again

Hjálmar - Sögur úr sveitinni

Bubbi Morthens - Ennþá er tími

Queen - You're my best friend

Á móti sól - Ég verð komast aftur heim

Twenty one pilots - Stressed out

London Grammar - How does it feel

David Bowie og Pat Metheny group - This is not Amerca

Friðrik Dór - Hvílíkur dagur

Birt

1. júlí 2021

Aðgengilegt til

29. sept. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.