• 00:23:29Jólaball í júní
  • 00:38:04Vaðlaheiðargöng
  • 01:03:54Sundkennsla
  • 01:23:24Spessi og Óskar Guðjónsson

Morgunútvarpið

24. jún - Jólaball, Vaðlaheiðargöng, sundkennsla og Spessi og Óskar

Hver er ekki til í skella sér á Jólaball í júní? Núna á laugardaginn næsta ætlar Litla jólabúðin á Laugavegi 8, bjóða upp á Jólaball. Tilefnið er 20 ára afmæli verslunarinnar. Litla jólabúðin hefur samið sérstaklega við Grýlu og Leppalúða leyfa jólasveinum koma í heimsókn í tilefni dagsins. Rúnar kíkti í heimsókn á Laugaveginn og talaði við Anne Helen Lindsay eiganda

eru rúm tvö ár síðan Vaðlaheiðargöng voru tekin í notkun. Sjálfvirk gjaldtaka er í göngunum, sem hljómar mjög einfalt og þægilegt, en framkvæmd gjaldtökunnar hefur þó vafist fyrir mörgum sem leggja leið sína í gegnum göngin og margir vita einfaldlega ekki þarna sjálfvirk gjaldtaka þegar keyrt er í gegn. Andrea M. Þorvaldsdóttir, þjónustustjóri hjá Vaðlaheiðargöngum kom til okkar og útskýrði hvernig þetta allt saman virkar.

Umboðsmaður barna hefur sent bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna fyrirkomulags sundkennslu í efri bekkjum grunnskólans og hvetur til þess sundkennsla verði tekin til endurskoðunar. Í bréfinu bendir umboðsmaður á sumir nemendur telja sig eiga erfitt með uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra í sundtímum auk þess sem sumir nemendur lýsa upplifun af einelti og áreitni í sundkennslu. Til ræða þetta mál fengum við til okkar Kristínu Guðmundsdóttur sundkennara og Inga Þór Einarsson lektor við íþróttafræðideild HR.

Ljósmyndarinn Spessi hefur verið með yfirlitsýningu á verkum sínum í Myndasal Þjóðminjarsafnsins. Á sýningunni er meðal annars ljósmynd Spessa af Jóni Múla Árnasyni. Myndin tengist samstarfi Spessa og Óskars Guðjónsonar saxófónleikara en Spessi myndskreytti geisladisk sem Óskar var gera með framsæknum jassútsetningum á lögum Jóns Múla. Á sunnudaginn nk. verða tónleikar og stutt leiðsögn í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands í tengslum við yfirlitssýninguna og síðan munu Óskar Guðjónsson og Eyþór Gunnarsson leika lög Jóns Múla. Jón Múli hefði orðið 100 ára í ár. Spessi og Óskar Guðjónsson komu til okkar af þessu tilefni.

Tónlist:

Elíza Newman - Fagradalsfjall

Harry Styles - Two ghosts

Mugison - Sólin er komin

Queen - You're my best friend

Hreimur, Magni og Embla - Göngum í takt

Hjaltalín - Þú komst við hjartað í mér

U2 - Desire

Cease Tone, Rakel og JóiPé - Ég var spá

Óskar Guðjónsson og Delerað - Rjúkandi ráð

Pink - All I know so far

Helgi Björns - Ekki ýkja flókið

Birt

24. júní 2021

Aðgengilegt til

22. sept. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.