Morgunútvarpið

21. jún - Litla kaffistofan, SEM, Smitten, auglýsing og íþróttir

Eftir 61 ár í stanslausum rekstri virðist vera komið leiðarlokum hjá Litlu kaffistofunni á Suðurlandsveg. Reksturinn stendur ekki undir sér lengur og á loka í lok júlí. Þ.e.a.s. núverandi rekstaraðilar hyggjast hætta rekstri en húsnæðið er í eigu Olís en engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið á þeim bænum miðað við fréttir. En síðustu fimm ár hafa hjónin Svanur Fannberg Gunnarsson og Katrín Hjálmarsdóttir rekið hana. Við hringdum í Svan af þessu tilefni.

Arnar Helgi Lárusson, formaður SEM samtakanna, samtök endurhæfðra mænuskaddaðra, ætlar hjóla 400 kílómetra á einum sólarhring og nota til þess aðeins hendurnar. Hann leggur af stað á morgun þriðjudag frá Höfn í Hornarfirði. Með þessu vill hann minna á mikilvægi hreyfingar fyrir hreyfihamlaða og hvetja fólk til leggja samtökunum lið en hann er safna fyrir hjólum sem sérhönnuð eru fyrir hreyfihamlaða. Arnar Helgi var á línunni hjá okkur.

Íslenska stefnumótaforritið Smitten hefur sótt 2,7 milljónir dollara eða um 334 íslenskra milljónir króna, í sprotafjármögnun. Áætlað er Smitten komi út í Skandinavíu í haust en þeir Ásgeir Vísir einn af stofnendum Smitten og Magnús Ólafsson tæknistjóri komu og ræddu Smitten.

Á laugardaginn, Kvennréttindadaginn, birti Kvennréttindafélag Íslands auglýsingu þar sem frægt málverk var endurgert. Málverkið er eftir Gunnlaug Blöndal og er af Þjóðfundinum 1851 þar sem Jón Sigurðsson og félagar stóðu upp og mótmæltu; Vér mótmælum allir! Myndin í auglýsingunni, sem er birt á 106 ára afmæli kosningarétts kvenna, vakti athygli og meðal annars fyrir það hverjir eru á myndinni og ekki síður hverjir ekki. Við fengum til okkar þær Sigríði Theódóru Pétursdóttur frá auglýsingastofunni Brandeburg, sem á hugmyndina auglýsingunni og Brynhildi Heiðar- og Ómarsdóttur framkvæmdarstýru Kvennréttindafélags Íslands til ræða málið.

Og venju á mánudögum fengum við íþróttadeildina til okkar til ræða íþróttir helgarinnar og þessu sinni kom Edda Sif Pálsdóttir.

Tónlist:

Rúnar Júlíusson - Hamingjulagið

Friðrik Dór - Hvílíkur dagur

Grace - You don't own me

Jamiroquai - Cosmic girl

Blur - For tomorrow

Kaleo - Hey Gringo

Biig Piig - Feels right

Kyriana family - Pleasant ship

Kings of convenience - I'd rather dance with you

Lay Low - Little by little

Bjartmar Guðlaugsson og Bergrisarnir - Á ekki eitt einasta orð

Birt

21. júní 2021

Aðgengilegt til

19. sept. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.