Morgunútvarpið

16. jún - Kópavogur, Suðurnes, gæludýr, Græni passinn og hjátrú

Umsjónarmenn: Rúnar Róbertsson og Matthías Már Magnússon

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er á fimmtudaginn. 17. júní í ár verður með svipuðu sniði og í fyrra en samkomutakmarkanir setja svip sinn á daginn. Þrátt fyrir búið losa hömlur einhverju leyti þá eru takmarkanirnar meiri en fyrir ári síðan. Við fengum til okkar þær Ingibjörgu Grétu Gísladóttur verkefnastjóra hjá Kópavogsbæ og Soffíu Karlsdóttur forstöðumann menningarmála sem ætla segja okkur frá hvernig Kópavogsbær breytti 17. júní í fyrra í hverfishátíðir og gerir aftur í ár.

Í dag verða kynntar niðurstöður tveggja ára vinnu um hvernig efla á atvinnulíf og styrkja innviði á Suðurnesjum í átt sjálfbærri framtíð. Verkefnið er samstarf sveitarfélaga á Suðurnesjum, Isavia og Kadeco og heiti þess er Suðurnesjavettvangur. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ kom til okkar og segir okkur nánar frá þessu.

Fjöldi fólks fékk sér gæludýr í Covid faraldrinum og var um tíma talað um vöntun væri á köttum en flest allir hjá Kattholti t.d. fengu nýtt heimili. Við rákumst á grein frá Ástralíu þar sem þeirri spurningu er velt upp hvort nú, eða næstu misseri, þegar faraldurinn væri í rénum hvort vinnustaðir ættu opna fyrir því hleypa gæludýrum inn á vinnustaðinn. Er þá mestu verið tala um hunda. Við ákváðum heyra hvað vinnustaðasálfræðingur hefði um þetta segja og fengum til okkar hana Þórkötlu Aðalsteinsdóttur, sálfræðing og ráðgjafa í mannauðsmálum frá Lífi og sál.

Nýtt samevrópskt bólusetningavottorð sem kallast Græni passinn er aðgengilegur öllum hér á landi sem eru fullbólusettir eða hafa fengið Covid-19. Tekur Ísland þar þátt í tilraunaverkefni en passinn verður tekinn upp í öllum ríkjum Evrópusambandsins og í EFTA ríkjunum þann 1. júlí nk. Ingi Steinar Ingason er verkefnastjóri hjá Landslæknisembættinu og sér um þessa innleiðingu. Hann kom til okkar í morgunkaffi.

Álfa- og draugatrú hefur alla tíð verið sterk á Íslandi. Á morgun í Þjóðminjasafninu verður hægt leiðsögn um hjátrú og galdra á Íslandi. Skoðaðir eru ýmsir gripir sem eiga sér sögu tengda álfum og öðru huldufólki og hingað til ræða þetta allt saman kom Jóhanna Bergmann safnkennari frá Þjóðminjasafninu.

Tónlist:

Nýdönsk - Flugvélar

Helgi Björnsson - Ekki ýkja flókið

Aretha Franklin - (You make me feel like) A natural woman

Tómas Welding - Here they come

Ásgeir Trausti - Nýfallið regn

Björk - Big time sensuality

Duran Duran - Sound of thunder

Birt

16. júní 2021

Aðgengilegt til

14. sept. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.