Morgunútvarpið

14. júní - Leiðsögumenn, Eriksen, mannabein, menningarverbúð, íþróttir

Leiðsögumenn eru meðal þeirra stétta sem fóru illa út úr faraldrinum. En streyma flugvélarnar aftur til landsins fullar af fróðleiksþyrstum ferðalöngum og segja ferðamennskan sér á flug nýju. Við forvitnuðumst um hljóðið í leiðsögumönnum hjá Friðriki Rafnssyni, nýkjörnum formanni Leiðsagnar, félags leiðsögumanna.

Það var mikið áfall fyrir þá sem á horfðu sjá Christian Eriksen leikmann danska landsliðsins í knattspyrnu hníga niður í leik Dana og Finna á EM um helgina. Sem betur fer báru endurlífgunartilraunir árangur og leikurinn fór fram í fyrrakvöld eftir fregnir bárust um Eriksen væri á batavegi. Margir hafa hins vegar gagnrýnt þá ákvörðun og segja leikmenn ekki hafa verið í nokkru ástandi til takast á við verkefnið eftir þessa upplifun.

Reynir Björnsson læknir þekkir til umgjarða landsleikja hvað þetta varðar, en hann hefur starfað fyrir KSÍ við landsleiki. Við fengum hann til fara yfir þessi mál með okkur og hvernig læknisskoðunum og eftirliti með afreksfólki er háttað.

Nýverið fundust mannabein við Ketilsstaði á Tjörnesi, m.a. hauskúpa sem talin er vera af konu. Beinin eru talin vera mjög gömul og hafa verið send til Reykjavíkur til frekari aldursgreiningar, eins og fram kemur á norðlenska svæðismiðlinum vikubladid.is. En hversu algengt er mannabein finnist og hvaða ferlar fara af stað þegar það gerist? Til fræða okkur um þetta fengum við til okkar Hildi Gestsdóttur frá Fornleifastofnun, en hún hefur mikla reynslu af mannabeinarannsóknum.

Um liðna helgi hófst menningarhátíð á Café Dunhaga í Tálknafirði sem standa mun áfram um helgar í sumar. Dunhagi er gamalt samkomuhús, reist 1933, en þar er í dag rekinn veitingastaður á neðri hæðinni, en efri hæðin hýsir samkomusal þar sem hátíðin fer fram. Hlín Agnarsdóttir, heldur um stjórnartauma hátíðarinnar og við slógum á þráðinn vestur til hennar þar sem hún er í menningarverbúð og heyrðum meira.

Við fórum svo yfir tíðindi af íþróttum helgarinnar en þar var af nógu taka. Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttamaður kom til okkar.

Tónlist:

Jónas Sig - Milda hjartað.

Vök - Lost in weekend.

Moses Hightower - Lífsgleði.

Kiriyama Family -

Bubbi Morthens - Ennþá er tími.

Blondie - Maria.

Bjarni Ara - Þegar sólin sýnir lit.

Bono, The Edge, Martin Garrix - We are the people.

Birt

14. júní 2021

Aðgengilegt til

12. sept. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.