Morgunútvarpið

11. jún - Netvafri, Gefðu fimmu, málþing, fréttir vikunnar og tónlist

Flest þekkjum við internet vafra eins og Google Chrome, Firefox og Explorer svo einhverjir séu nefndir. Færri hafa kannski heyrt af Vivaldi vafranum, en í vikunni var nýjasta útgáfa hans sett í loftið og hann þar með orðinn alvöru valkostur við tæknirisana, sögn þeirra sem standa baki honum. Einn þeirra er Geir Gunnarsson og hann kom til okkar og sagði okkur meira.

Gefðu fimmu er hreyfi- og fjáröflunarátak, þar sem þátttakendur geta gert sjálfum sér og öðrum gott, gefið til góðs málefnis og skorað á vini, fjölskyldu og samstarfsfélaga um gera slíkt hið sama. Það er velgjörðarfélagið 1881 sem stendur baki Gefðu fimmu - en meðal stofnenda er Svanhildur Vigfúsdóttir fjárfestir. Hún kom til okkar til segja okkur hvernig við tökum þátt.

Á sunnudaginn ætlar hópur kvenna leggja af stað í sannkallaða kvennasiglingu og sigla á skútu umhverfis Ísland. Með því vilja þær beina athygli hafinu og þeirri margþættu umhverfisvá sem því steðjar. Siglingin verður á skútunni Esju en35 konur á öllum aldri taka þátt í siglingunni. Markmið verkefnisins er virkja konur til siglinga við Ísland, vekja athygli á heilbrigði hafsins og hvetja alla til ábyrgrar umgengni við hafið og auðlindir þess. Ein þeirra sem fer með í fyrsta legg ferðarinnar, sem er Reykjavík - Ísafjörður, er Sigríður Kristinsdóttir hjá Umhverfisstofnun. Hún kom til okkar og sagði frá málþinginu ?Hafið er okkar? sem fer fram á Ísafirði.

Í yfirlit yfir fréttir vikunnar fengum við þau Hafrúnu Kristjánsdóttur deildarforseta íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík og Björgvin Franz Gíslason leikara.

Félag hljómplötuframleiðanda birti nýverið skýrslu um sölu á íslenskri tónlist fyrir árið 2020, þar sem heildarsala jókst um 6% í fyrsta sinn síðan 2011. Hlutdeild íslenskrar tónlsitar er rúm 20% af heildarsölu og samkvæmt þessari skýrslu er um 91% af þeim tekjum í gegnum streymisveitur. Til þess ræða þessi mál betur heyrðum við í Framkvæmdarstjóra FHF, Eið Arnarssyni.

Tónist:

Sigurður Guðmundsson - Kartöflur

Kings of convenience - Rocky trail

Geiri Sæm - Froðan

Tómas Welding - Here they come

Fleetwood Mac - Gypsy

Birt

11. júní 2021

Aðgengilegt til

9. sept. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.