• 00:23:32Fiðlufjör
  • 00:35:14Hengilshlaup
  • 00:51:07Að hámarka hvíld í sumarfríi
  • 01:03:38Stjórnmálin rædd
  • 01:23:32Íþróttir helgarinnar

Morgunútvarpið

7. júní - Fiðlufjör, Hengilshlaup, sumarfrí, stjórnmál og íþróttir

Chrissie Telma Guðmundsdóttir stofnaði Fiðlufjör á Hvolsvelli sumarið 2017 með það markmið bjóða öllum fiðlunemendum á landinu upp á sumarnámskeið. Upphaflega var um ræða eins dags námskeið sem 15 nemendur tóku þátt í, en áhuginn óx hratt og hefur þátttakendum fjölgað ár frá ári og í ár er gert ráð fyrir um 90 nemendum. Yngsti þátttakandinn þetta árið er 3ja ára. Við fengum Chrissie Telmu til okkar til segja nánar frá fiðlukennslunni og þessu skemmtilega sumarnámskeiði.

Salomon Hengill Ultra trail utanvegahlaupið fór fram um helgina þar sem keppt var í nokkrum vegalengdum, lengst í svokölluðu 100 mílna hlaupi sem er hvorki meira minna en 161 kílómetri. Búi Steinn Kárason var fyrstur í mark, en hann hljóp í rétt tæpan sólarhring, eða 23:50:40 klst. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir vann í flokki kvenna en hún lauk hlaupinu á 26:17:18 klst. Við spjölluðum við þetta ofurfólk, en Ragnheiður kom til okkar og Búi var á línunni.

Grunnskólar landsins klárast í vikunni og landsmenn tínast í sumarfrí á næstu dögum og vikum og við veltum fyrir okkur hvernig best er hámarka hvíld og frí frá vinnu eftir erfiðan vetur sem einkennst hefur af fjar- og heimavinnu, með tilheyrandi álagi. Við fengum til okkar Ragnheiði Guðfinnu Guðnadóttur, vinnusálfræðing en hún er sérfræðingur í sálfélagslegri vinnuvernd og ráðgjafi fyrir stjórnendur þegar kemur félagslegum áhættuþáttum innan vinnustaða.

Í kvöld fara fram eldhúsdagsumræður á Alþingi, en töluverðar hræringar voru í pólitíkinni um helgina þegar flokksstjórnar fundur Samfylkingarinnar fór fram, prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Miðflokkurinn stóð fyrir landsþingi þar sem kosin var stjórn flokksins. Við fengum Andrés Jónsson almannatengil til okkar til ræða nýjustu tíðindi af vettvangi stjórnmálanna.

Og svo kíktum við aðeins á íþróttir helgarinnar með Eddu Sif Pálsdóttur íþróttafréttamanni.

Tónlist:

Bubbi Morthens - Háflóð.

The Cardigans - Rise and shine.

Hreimur, Magni og Embla - Göngum í takt.

Sváfnir Sig - Fer sem fer.

Manic Street Preachers - Orwellian.

R.E.M. - Man on the moon.

Bruce Springsteen - Ill see you in my dreams.

Hipsumhaps - Á hnjánum.

Birt

7. júní 2021

Aðgengilegt til

5. sept. 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.