Morgunútvarpið

1. júní - Fasteignamat, mjólk, stoðtæki, umhverfismál og vísindi

Fasteignamat 2022 kom út í dag og við fengum þá Jónas Pétur Ólason, deildarstjóri Fólks- og fasteigna hjá Þjóðskrá, og Guðna Rúnar Gíslason deildarstjóra Miðlunar- og samskipta, til glugga í það með okkur, sjá hvar á landinu matið er hækka mest, hvernig mat á íbúðum, sumarhúsum og atvinnuhúsnæði þróast o.s.frv.

Alþjóðlegi mjólkurdagurinn er í dag og af því tilefni rýndum við aðeins í mjólkurbúskapinn, ekki bara hér á landi heldur um heim allan. Herdís Magna Gunnarsdóttir formaður Landssambands kúabænda kíkti til okkar í mjólkurspjall.

Stoðtækjafyrirtækið Össur er Íslendingum vel kunnugt og flestir vita þar fer heilmikið nýsköpun fram. Hildur Einarsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs Össurar leit við hjá okkur og sagði frá nýjungum sem kynntar voru í nýsköpunarvikunni fyrir skemmstu og fleiru.

Sögulegur dómur féll í Hollandi í síðustu viku þar sem Shell var dæmt til minnka út­blást­ur gróður­húsaloft­teg­unda um 45 prósent fyr­ir árið 2035. Málið hlaut nafn­gift­ina Fólkið gegn Shell og var rekið af um 17 um­hverf­is­vernd­ar­hóp­um og 17.000 borg­ur­um. Við veltum fyrir okkur hvaða þýðingu þetta hefur og Jón Ágúst Þorsteinsson forstjóri Klappa, sem hefur kynnt sér málið, kom til okkar og fór yfir mögulegt fordæmisgildi og hvaða þýðingu þetta gæti haft fyrir íslenskt fyrirtæki.

Við fengum svo Sævar Helga Bragason til okkar í Vísindahornið góða þar sem hann fjallaði um hringrás vatns á jörðinni, fljúgandi furðuhluti og kolefnisspor gosdrykkja umbúða.

Tónlist:

Eyfi og Haffi Haff - That old song.

Sváfnir Sig - Fólk breytist.

Þórunn Antonía - Too late.

Vök - Autopilot.

Elíza Newman - Fagradalsfjall (youre so pretty).

Bono, The Edge og Martin Garrix - We are the people.

R.E.M. - Shiny happy people.

Gjons tear - Tout lunivers.

Birt

1. júní 2021

Aðgengilegt til

30. ágúst 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.