Morgunútvarpið

28. maí - Húsdýragarður, átröskun, Snjallræði, fréttaspjall og KK

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn í Reykjavík er vinsæll áfangastaður meðal fjölskyldufólks og annarra sem elska dýr og fjör. Gígja Hólmgeirsdóttir skrapp í Laugardalinn í blíðunni í gær og forvitnaðist um starfsemina. Þar tók á móti henni Unnur Sigurþórsdóttir sem sagði henni margt fróðlegt um staðinn

Samtök um átröskun standa fyrir rafrænum fræðslufundi í dag frá kl. 9-12, en á fundinum verður fjallað um stöðu átröskunarmeðferða sem í boði eru hér á landi, stöðu aðstandenda, tillögur úrbótum og fleira. Elín Vigdís Guðmundsdóttir formaður samtakanna kom til okkar og sagði okkur meira af þessu.

Í dag er lokadagur Snjallræðis ? hraðals um samfélagslega nýsköpun. Við forvitnuðumst aðeins um verkefnið og hvernig hefur verið taka þátt. Til þess fengum við Auði Örlygsdóttur verkefnastjóra og Ölmu Dóru Ríkharðsdóttur, einn þátttakenda, sem fræddu okkur um málið.

Við spáðum aðeins í fréttir vikunnar rúmlega átta og fengum í lið með okkur þau Önnu Lilju Þórisdóttur fréttamann á RÚV og Frey Rögnvaldsson blaðamann á Stundinni.

Tónlistarmaðurinn KK kíkti svo til okkar í lok þáttar, en hann gaf nýlega út veglega safnplötu þar sem litið er yfir feril hans frá 1985 til ársins 2000. Hann hefur líkt og allir aðrir þurft slá stórtónleikum á frest, en ætlar þó á morgun blása til lítilla útgáfutónleika. Við hituðum upp fyrir helgina með KK.

Tónlist:

Uggla - Hillerod.

Tammy Wynette - Stand by your man.

The Weeknd - Save your tears.

Páll Óskar - Betra líf.

Auður og Mezzoforte - Hún veit hvað ég vil.

KK band - Á 4. hæð í fimm hæða blokk.

Jamiroquai - Cosmic girl.

Birt

28. maí 2021

Aðgengilegt til

26. ágúst 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.