Morgunútvarpið

25. maí - Textíllab, hellar, sundlaugar, Hallgrímur Helga og tæknihorn

Fyrsta textíllab á Íslandi opnaði í Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi fyrir helgi. Þar á efla rannsóknir og stuðla verðmætasköpun meðal annars, en við hringdum norður og heyrðum í Elsu Arnardóttur forstöðumanni Textílmiðstöðvarinnar og fengum vita meira.

Um 200 manngerða hella er finna á Suðurlandi og þeirra á meðal eru all nokkrir á Ægisíðu við Hellu. Þar geta ferðamenn skoðað nokkra þeirra með leiðsögn og Hulda skellti sér í heimsókn þangað um helgina, skoðaði hellana og ræddi við Halldóru Steinsdóttur leiðsögumann og Baldur Þórhallsson einn þeirra sem standa uppbyggingu og rekstri hellana.

Við forvitnuðumst um nýjan vef, sundlaugar.com, þar sem notendur geta haldið utan um og séð hvaða sundlaugar á landinu þeir eiga eftir heimsækja, ætli þeir á annað borð fara í allar sundlaugar landsins. Finnur Magnússon sagði okkur frá.

Hallgrímur Helgason, rithöfundur, kom til okkar en honum er brugðið eftir fréttir Kjarnans og Stundarinnar síðustu daga sem leiddu í ljós svonefnd skæruliðadeild Samherja hafði hann í sigtinu og fletti honum meðal annars upp í opinberum skrám. Hann segir það svakalegt njósnað um heimili sitt og eignum hans flett upp.

Guðmundur Jóhannsson opnaði dyrnar tæknihorninu upp úr hálfníu og bauð okkur kíkja inn í leit fróðleik úr heimi tækninnar. Þar fór hann yfir nýjustu kynningu Google.

Tónlist:

Bjarni Arason - Þegar sólin sýnir lit.

Cease tone, Rakel og Jói - Ég var spá.

Kristín Sesselja - W.A.I.S.T.D. (what am I supposed to do).

Kacey Musgraves - High horse.

The Charlatans - Cant get out of bed.

Paul Weller - No tears to cry.

Van Morrison - Only a song.

Tómas Welding - Here they come.

Valdimar - Stundum.

Birt

25. maí 2021

Aðgengilegt til

23. ágúst 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.