Morgunútvarpið

19. maí -Vextir, sund, loftslagleiðtogar, Þórólfur, landbúnaður, Spánn

Vefurinn vaxtamalid.is fór í loftið í morgun en Neytendasamtökin standa baki honum. Skilmálar velflestra lána eru ólöglegir þeirra mati, þar sem ákvarðanir um vaxtabreytingar eru verulega matskenndar og ógegnsæjar og þess vegna ekki hægt sannreyna hvort þær séu réttmætar. Neytendasamtökin ætla stefna bönkunum og leita lántökum sem vilja fara með mál sín fyrir dóm. Við heyrðum í Breka Karlssyni hjá Neytendasamtökunum.

Evrópumeistaramótið í 50m laug í sundi fer fram þessa dagana í Búdapest í Ungverjalandi. Þar eiga Íslendingar 5 keppendur. Við tókum stöðuna á íslenska hópnum og hringjum í Hörð J. Oddfríðarson sem er fararstjóri hópsins en hann er jafnframt fyrrverandi formaður Sundsambandsins og núverandi ritari og því öllum hnútum kunnugur.

Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við Háskóla Íslands býður upp á spennandi verkefni fyrir ungt fólk á aldrinum 18-25 ára sem hefur brennandi áhuga á loftslagsmálum og útivist. Námskeiðið heitir Loftslagsleiðtoginn, en um er ræða fræðslu, leiðtogaþjálfun og leiðangur um suðursvæði Vatnajökuls. Hafdís Hanna Ægisdóttir forstöðukona stofnunarinnar kom og sagði okkur nánar frá þessu.

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir var á línunni og við fórum aðeins yfir stöðuna í sóttvarnarmálum með honum. eru Danir aflétta nánast öllum hömlum hjá sér, en hvað er langt í það hér á landi? Hvað með fullbólusetta, geta þeir um frjálst höfuð strokið? Við ræddum þetta við Þórólf.

Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtakanna kom til okkar eftir áttafréttir, en miklar breytingar standa yfir á félagskerfi bænda og margar áskoranir sem íslenska landbúnaðarkerfið þarf takast á við. En tækifæri eru líka mörg og mikilvægi landbúnaðar sífellt meira, með tilliti til matvælaöryggis, kolefnisspors og fleira. Við ræddum málefni landbúnaðarins við Vigdísi.

Við heyrðum svo í Jóhanni Hlíðar Harðarsyni frá Spáni í síðasta sinn, a.m.k. í bili, en hann sagði okkur frá ströndum Spánar, áfengisfrostpinnum og buxnalausum löggum, svo eitthvað nefnt.

Tónlist:

Bríet - Sólblóm.

Hafdís Huld - Synchronised swimmers.

Tusse - Voices.

Helgi Björns - Ekki ýkja flókið.

Jón Jónsson og GDRN - Ef ástin er hrein.

Kid Rock - All summer long.

Arctic Monkeys - Do I wanna know?

Emilíana Torrini - Tookah.

Birt

19. maí 2021

Aðgengilegt til

17. ágúst 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.