Morgunútvarpið

18. maí - Bólusettir, kettir, Enduro, máltæknibylting og vísindi

fjölgar í hópi full bólusettra dag frá degi og Hulda gerði sér ferð niður Laugardalshöll í gær og hitti nokkra káta úr þeim hópi utan við höllina.

Ummæli við viðtal Fréttablaðsins í síðustu viku við séra Sigurð Ægisson, sóknarprest á Siglufirði sem merkt hefur fugla, þar sem mælt er með því eitrað skuli fyrir köttum með því blanda matvælum saman við frostlög hafa verið tilkynnt til Matvælastofnunar. Dæmi eru um eitrað hafi verið fyrir dýrum meðal annars í Hveragerði eins og þekkt er af fréttum. Sigurður gerði í viðtalinu athugasemdir við lausagöngu katta yfir varptímann. En kemur svona sterka afstaða gegn köttum kattavinum á óvart og hvernig taka þeir í bann við lausagöngu katta? Við hringdum í Jóhönnu Ásu Evensen rekstrarstjóra Kattholts.

Enduro mótorsport nýtur vaxandi vinsælda og fyrir skemmstu var haldin Enduro keppni í í Syðra-Langholti þar sem metfjöldi tók þátt. En hvað er Enduro og út á hvað gengur þetta? Þeir Einar Sverrir Sigurðsson og Pétur Smárason kíktu til okkar og segja okkur allt um það.

Í dag fer fram ráðstefnan Máltæknibyltingin þar sem umfjöllunarefnið er stafræn nýsköpun íslenskunnar. Vilhjálmur Þorsteinsson hjá Miðeind er einn þeirra sem flytur erindi en það ber titilinn Gervigreind eða dauði, Samkeppnisfærni á tímum tauganeta. Hljómar kannski flókið - en við fengum Vilhjálm til útskýra.

Svo kom Sævar Helgi Bragason til okkar í vísindaspjall og ræddi m.a. um pasta og rafbíla.

Tónlist:

Jón Ólafsson - Frétt númer þrjú.

Celeste - Love is back.

Valdís - Breathe.

Daði og Gagnamagnið - 10 years.

Lights on the highway - Leiðin heim.

E.L.O. - Telephone line.

The Black Mamba - Love is on my side.

Band of horses - No ones gonna love you.

Twenty One Pilots - Shy away.

Birt

18. maí 2021

Aðgengilegt til

16. ágúst 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.