Morgunútvarpið

4.maí-Fjármál, húsnæðismarkaður, akstursíþróttir, Lífskraftur, vísindi

Ungar athafnakonur standa í kvöld fyrir viðburði í samstarfi við Fortuna Invest undir heitinu Hverjir stýra peningunum?, þar sem fjallað verður um hvernig fjármagni á Íslandi er stýrt með tilliti til kynjasjónarmiða. Þær Vala Rún Magnúsdóttir, formaður UAK, og Rósa Kristinsdóttir, meðstofnandi Fortuna Invest, komu til okkar og sögðu okkur meira af þessu.

Umræða um þörf á nýbyggingum á húsnæðismarkaði hefur verið hávær undanfarið, en ólík sjónarmið komið fram. Til dæmis hefur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sagt skortinn mikinn en Hagfræðideild Landsbankann sagt engan skort til staðar. Konráð S. Guðjónsson aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands hefur skoðað þessi mál og hann kom til okkar og fór aðeins yfir stöðuna.

Helga Katrín Stefánsdóttir formaður Akstursíþróttasambands Íslands kom til okkar og sagði okkur frá fjölbreyttri starfsemi sambandsins. Framundan er keppnistímabil í fjölbreyttum greinum, m.a. torfæru, kvartmílu, sandspyrnu, rallýcross og mörgu fleiru. Við fengum innsýn í akstursíþróttir á Íslandi.

Svo gengu 126 konur um helgina á topp Hvannadalshnjúks, eða Kvennadalshnjúks eins og þær kölluðu hann, til þess vekja athygli á og styrkja Lífskraft, átak þar sem markmiðið er safna áheitum fyrir bættum aðbúnaði og upplifun sjúklinga með krabbamein og blóðsjúkdóma á nýrri lyflækningadeild Landspítalans. G. Sirrý Ágústsdóttir og Snjódrífurnar stóðu fyrir göngunni og buðu 100 konum koma með gegn framlagi. Mögulega var þetta einn stærsti kvennaleiðangur í heimi en gangan upp á topp er lengsti dagleiðangur í Evrópu þó Hvannadalshnjúkur ekki hæsti tindur álfunnar. Við fengum Sirrý og Þórey Vilhjálmsdóttur Proppé til okkar til segja okkur frá þessari einstöku ferð.

Sævar Helgi Bragason var svo á sínum stað í vísindahorni dagsins og rýndi í vísindin í Star Wars í tilefni af 4. maí.

Tónlist:

Klassart - Gamli grafreiturinn.

Kristín Sesselja - W.A.I.S.T.D. (what am I supposed to do).

KALEO - I walk on water.

Ceasetone, Rakel og Jói - Ég var spá.

Jón Jónsson - Ef ástin er hrein (ft. GDRN).

Stjórnin - Ég lifi í voninni.

Jamiroquai - Virtual insanity.

Eagles - Lyin eyes.

Middle kids - Questions.

Birt

4. maí 2021

Aðgengilegt til

2. ágúst 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir Sigmar Guðmundsson og Rúnar Róbertsson.