Morgunútvarpið

3. maí - Skapandi greinar, iðnnám, sauðburður, strandveiðar, íþróttir

Í dag eru 10 ár síðan skýrslan Kortlagning á hagrænum áhrifum skapandi greina kom út. Þrátt fyrir vitað væri atvinnugreinar menningar hefðu sótt í sig veðrið kom á óvart var hversu stór hlutur þeirra var í atvinnu- og efnahagslífi Íslendinga. Á þeim áratug sem er liðinn hefur vegur íslenskra listamanna og fyrirtækja í skapandi greinum svo bara aukist. Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar Arkitektúrs- og hönnunar Íslands kíkti til okkar og ræddi mikilvægi þessa geira og þess koma upp rannsóknarsetri.

Við ræddum við formann Matvís og formann félags íslenskra rafvirkja fyrir helgi sem gerðu athugasemdir við iðnfélögin hafi ekki átt aðkomu þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru á iðnnámi. Þau sögðu það ekki duga til kalla þau borðinu þegar komið er innleiðingu reglugerðar, slíkt hefði þurft gerast mun fyrr. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra kom til okkar og brást við þessari gagnrýni.

Sauðburður er víða hafinn og miklar annir framundan hjá sauðfjárbændum. Þrátt fyrir sólarhringsvaktir og oft krefjandi verkefni segja nánast allir þeir sem halda þetta skemmtilegasti tími ársins. Við hringdum í Eydísi Ósk Indriðadóttur á Gröf á Vatnsnesi, en hún sinnir sauðfjárbúskap ásamt annarri vinnu og námi. Við freistuðum þess komast því hverjir töfrarnir eru við sauðburðinn.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri landssambands smábátasjómanna, kom til okkar en margir sjómenn eru reiðir vegna ásakana Kristjáns Bergs, fisksala, um sjómenn afhendi fisk til sín í skítugum körum. Hann notaði meðal annars orðið drullusokkar í þessu samhengi en tók fram þetta ætti ekki við um alla sjómenn og fiskmarkaðir bæru einhverja ábyrgð líka. Örn fór yfir þetta með okkur og líka strandveiðarnar sem hefjast í dag.

Við ræddum svo helstu tíðindi af íþróttum helgarinnar við Hauk Harðarson íþróttafréttamann, en þar var af ýmsu taka, bæði innanlands- og utan.

Tónlist:

Blood Harmony - Girl from before.

Sváfnir Sig. - Fólk breytist.

Peter Gabriel - Solsbury Hill.

Elíza Newman - Fagradalsfjall (youre so pretty).

Júníus Meyvant - Color decay.

Sigurður Guðmundsson - Kappróður.

Bruce Springsteen - Ill see you in my dreams.

Of Monsters and men - Destroyer.

Lenny Kravitz - Always on the run.

Birt

3. maí 2021

Aðgengilegt til

1. ágúst 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.