• 00:22:09Sorpa bannar svarta plastpoka
  • 00:35:28Fiskikóngurinn ósáttur
  • 00:49:33Persónuvernd
  • 01:01:07Umhverfisráðherra
  • 01:25:43Tæknihornið

Morgunútvarpið

27. apr. - Sorpa, Fiskikóngurinn, Persónuvernd, ráðherra og tæknihorn

Sorpa ætlar hætta taka við úrgangi og endurvinnsluefni í svörtum plastpokum. Glærir pokar eiga leysa þá af hólmi og er þetta gert til skila endurvinnanlegu efni á réttan stað. Við heyrðum í Jóni Viggó Gunnarssyni, framkvæmdastjóra, í þættinum.

Kristján Berg Ásgeirsson eða Fiskikóngurinn er harðorður á facebook síðu sinni í garð margra íslenskra sjómanna. Hann kallar þá algera drullusokka. Stór orð. Málið snýst um fisksalinn fær til sín fisk, hráefnið, í grútskítugum fiskikössum. Hann segir þetta ógeðslegt og fyrir neðan virðingu hans fyrir íslensku hráefni. Við hringdum í Fiskikónginn.

Gestir veitingahúsa og öldurhúsa hafa þurft skrá nafn sitt, kennitölu og símanúmer á ýmist þar til gerða miða eða í erlend smáforrit. Þetta er gert kröfu Almannavarna og notað til smitrakninga. En hvað er síðan gert við þessar upplýsingar? Heyrst hefur af áhyggjum fólks yfir því þessa upplýsingar um sig verði söluvara fyrir erlend fyrirtæki og það á þá við um smáforritin. En hvað segir Persónuvernd við þessu? Helga Þórisdóttir forstjóri var í símanum.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra og varaformaður VG, kemur til okkar. Við ræddum við hann um stöðuna innan flokksins þegar stutt er í kosningar, um hálendisþjóðgarðinn og umhverfisþing sem haldið er í dag, svo fátt eitt talið.

og Guðmundur Jóhannsson var með tæknihornið sitt.

Tónlist:

Bubbi Morthens og Bríet - Ástrós

Magni - If I promised you the world

George Michael og Mary J. Blige - As

U2 - Pride (in the name of love)

Hreimur Örn Heimisson - Gegnum tárin

Hjálmar - Yfir hafið

KK - Lucky one

Kaleo - Skinny

Ace of base - The sign

Birt

27. apríl 2021

Aðgengilegt til

26. júlí 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.