Morgunútvarpið

26. apr. - Maraþon, skattur, förgunarstöð, ferðamálastjóri og íþróttir

Heilt maraþon var hlaupið í fyrsta sinn í Vestmannaeyjum á laugardaginn þegar þrír hlauparar fóru þá vegalengd. Það þykir krefjandi hlaupa í Eyjum, en þrátt fyrir það sækja margir í þau hlaup sem þar eru í boði og þann 8. maí nk. fer hið árlega Puffin-Run hlaup fram. Sigurjón Ernir Sturluson er einn þeirra sem kláruðu maraþonið á laugardag og hann var á línunni hjá okkur og sagði okkur af Eyja-maraþoni.

Skatturinn hefur valdið litlum fyrirtækjum miklu tjóni með rangri forskráningu í umsóknum um styrki og hafa ekki hlustað á rök þess efnis. Þetta segir Arnar Arinbjarnarson framkvæmdarstjóri Even Labs á Twitter og hann bendir í leiðinni á Yfirskattanefnd hafi tekið undir þau sjónarmið hans nýlega með úrskurði sínum. Arnar kemur til okkar.

Á degi jarðarinnar á fimmtudaginn kynnti íslenska fyrirtækið Carbfix eitt umfangsmesta loftlagsverkefni á Íslandi sem snýr kolefnisforgunarmiðstöð sem reist verður í Straumsvík og mun þegar hún er tilbúin taka á móti koldíoxíð erlendis frá til förgunar. Um er ræða nýja atvinnugrein sem getur skapað allt 600 bein og afleidd störf. Doktor Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir er jarðfræðingur og yfir steinefnageymslu Carbfix. Hún sagði okkur meira um hvað er ræða.

Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, kom til okkar. Við heyrðum hans mat á því hvort mikið verði af ferðamönnum hér í sumar, hvernig honum leyst á þessar aðgerðir á landamærunum og einnig stýrir hann starfshóp sem ætlað er koma með tillögur uppbyggingu eldgosasvæðisins á Reykjanesi.

og við fórum yfir íþróttaviðburði helgarinnar með Einari Erni Jónssyni af íþróttadeildinni.

Tónlist:

Grafík - Prinsessan

Nick Cave og Kylie Minogue - Where the wild roses grow

Talking heads - Road to nowhere

Coldplay - In my place

The Proclaimers - I'm gonna be (500 miles)

Bruno Mars, Anderson Paak og Silk Sonic - Leave the door open

The Clash - Train in vain

Silk city ásamt Ellie Goulding - New love

Birt

26. apríl 2021

Aðgengilegt til

25. júlí 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.