Morgunútvarpið

21. apr. - KKÍ, fatasóun, náttúran, sýndarveruleiki og spánarspjall

Körfuknattleikssamband Íslands hefur valið sjö manna landslið sem mun keppa fyrir Íslands hönd á föstudaginn á Playstation í tölvuleik. Þetta er í fyrsta sinn sem KKÍ, og Ísland, tekur þátt í rafíþróttamóti á vegum FIBA, Alþjóðasambands körfuboltans. En hverjir keppa fyrir Íslands hönd, hvernig fer þetta fram, í hvaða tölvuleik er keppt og hvernig er hægt fylgjast með? Kristinn Geir Pálsson, afreksstjóri KKÍ sagði okkur allt um málið.

Vitundarvakning um fatasóun er verkefni Kvenfélagasambands Íslands og Leiðbeiningastöðvar heimilanna og er styrkt af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Verkefnið hófst í gær og stendur til 25. apríl nk. en ætlunin er minnast þess þann 24. apríl 2013 hrundi Rana Plaza byggingin í Bangladesh sem hýsti fjöldann allan af fataverksmiðjum þar sem störfuðu um 5000 manns, mest ungar konur. Jenný Jóakimsdóttir hjá Kvenfélagasambandi Íslands fræddi okkur um þetta verkefni.

Í dag fer fram opið málþing undir yfirskriftinni Hver ber ábyrgð á náttúrunni á höfuðborgarsvæðinu? Það eru Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands sem standa þinginu þar sem ræða á skipulag grænna svæða á og nálægt höfuðborgarsvæðinu. Ein þeirra sem flytur erindi er Helena Guttormsdóttir lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands, en hún ætlar tala um gildi náttúru í nærsamfélaginu. Við slógum á þráðinn til Helenu.

Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk grædda á sig handleggi í Lyon í Frakklandi fyrr á árinu, getur séð handleggi sína hreyfast í gegnum sýndarveruleikagleraugu sem vonast er til geti hjálpað honum við endurhæfingu. Góðgerðarsamtökin Góðvild bjóða Guðmundi upp á þjónustuna en Piotr Loj heitir maðurinn sem stendur baki tækninni sem hann hefur þróað með stórum háskólum í Bandaríkjunum, þar á meðal MIT í Boston. Sigurður Hólmar Jóhannesson er framkvæmdarstjóri Góðvildar og hann var á línunni hjá okkur.

Og svo fórum við suður á bóginn og heyrðum í Jóhanni Hlíðar Harðarsyni á Spáni sem lumaði á fjölbreyttum tíðindum þaðan og úr næsta nágrenni.

Tónlist:

Mugison - Stingum af.

Jón Ólafs - Frétt númer þrjú.

Emilíana Torrini - Baby blue.

Sting - Brand new day.

Kristín Sesselja - W.A.I.S.T.D. (what am I supposed to do).

Simple Minds - Promised you a miracle.

Elíza Newman - Fagradalsfjalls (youre so pretty).

Bruce Springsteen - Ill see you in my dreams.

Bonnie Tyler - Total eclipse of the heart.

Birt

21. apríl 2021

Aðgengilegt til

20. júlí 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.