Morgunútvarpið

20. apr. - Húsavík, Seiglurnar, Hlynur hlaupari, þingmenn og vísindi

Mikið umstang var á Húsavík um helgina þar sem unnið var tónlistarmyndbandi með þátttöku heimamanna sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni enda lagið Húsavík úr kvikmyndinni Eurovision song contest: The story of fire saga tilnefnt. Söngkonan Molly Sanden var á Húsavík í upptökum. Örlygur Hnefill Örlygsson hélt utan um skipulag og sagði okkur frá hvernig gekk. Hann var á línunni.

Hópur sem kallar sig Seiglurnar ætlar sigla á skútu umhverfis ísland í sumar í þeim tilgangi beina sjónum fólks þeirri margþættu umhverfisvá sem því steðjar. Þetta verður sannkölluð kvennasigling því í fastri áhöfn verða fimm konur en fleiri konum verður einnig boðið slást í hópinn. Við heyrðum í Sigríði Ólafsdóttur skipstjóra í þættinum.

Við heyrðum í Hlyni Andréssyni, hlaupara, sem á íslandsmet í fjölmörgum hlaupagreinum en hann sagði nýverið frá því í viðtali hversum miklar fjárhagslegar fórnir hann þarf færa til vera í fremstu röð.

Þingmennirnir Helga Vala Helgadóttir og Vilhjálmur Árnason, úr Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki, kom til okkar ræða ágreiningin sem uppi er um fyrirkomulag sóttkvíar og sóttvarna almennt en þau eiga bæði sæti í velferðarnefnd Alþingis þar sem þessi mál eru rædd.

Og Sævar Helgi Bragason kom í vísindahornið sitt.

Tónlist:

Stuðmenn - Út á stoppistöð

Prefab Sprout - Appetite

My Marianne (Molly Sandén) og Will Ferrell - Húsavík

Of monsters and men - Little talks

Mannakorn - Gamli skólinn

Coldplay - Trouble

Albatross - Allt á hvolfi

Birt

20. apríl 2021

Aðgengilegt til

19. júlí 2021
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir og Rúnar Róbertsson.